Innlent

Hundar keppa í reiðhjóladrætti

GAR skrifar
Mynd/Valgarður
Keppt verður í svokölluð hundadragi í Krýsuvík á laugardaginn. Keppnin felst í því að hundar draga manneskju á reiðhjóli, samkvæmt lýsingu formanns Reykjavíkurdeildar Draghundasports Iceland í erindi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar segist taka jákvætt í að veita leyfi fyrir hundadraginu þar sem lögregla og Krýsuvíkursamtökin hafi verið upplýst um viðburðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×