Innlent

Ríkisstjórnin að missa meirihluta sinn á Alþingi

Ríkisstjórnin hefur ekki lengur hreinan meirihluta á alþingi, eftir að Róbert Marshall, samfylkingarmaður og áttundi þingmaður Suðurkjördæmis tilkynnir úrsögn úr þingflokki Samfylkingarinnar í dag, eins og fregnir herma að hann geri.

Áður hafði Guðmundur Steingrímsson fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, sagt að hann myndi verja stjórnina gegn vantrausti. Það skýrist væntanlega í dag hvort Róbert ætlar að gera það líka.

Fregnir herma að Róbert ætli að bjóða sig fram fyrir Bjarta framtíð í Reykjavík í alþingiskosningunum í vor, en Guðmundur Steingrímsson er einn stofnenda þess flokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×