Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk 11. október 2012 10:51 Bæjarfulltrúar Kópavogs vilja sameinast sveitarfélögum til suðurs. Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. Tillagan var lögð fram í bæjarráði og var samþykkt að auki. Því skuldbindur bæjarráð sig til þess að fela bæjarstjóra og einum fulltrúa minnihluta að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hópurinn verður svo kallaður saman nú í haust og skili greinargerð um viðræðurnar til bæjarráðs fyrir 1. Febrúar 2013. Í greinagerð bæjarfulltrúanna Ólafs og Ómars segir að hugmynd hafi vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk. Hér fyrir neðan má lesa greinagerðina í heil sinni: GreinargerðUndanfarin misseri hefur verið mikið rætt um sameiningu sveitarfélaga. Á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera ágætar aðstæður til að fækka sveitarfélögum og auka þannig hagkvæmni í rekstri þeirra. Reykjavík er þegar mjög stór á íslenskan mælikvarða. Sameining frá Kópavogi og suðurúr (jafnvel með einhverjum breytingum á sveitarfélagamörkum) gæti skapað mótvægi við borgina, m.a. innan sambands íslenskra sveitarfélaga og innan þeirra byggðarsamlaga sem þegar eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu. Með tíð og tíma mætti svo sjá fyrir sér að sveitarfélög á svæðinu væru tvö (norðan og sunnan Fossvogs). Sveitarfélagið sunnan Fossvogs yrði með um 70 þúsund íbúa. Vel mætti hugsa sér að slíkt sveitarfélag héti Heiðmörk, eða öðru nafni sem gæti verið sameinandi fyrir svæðið.Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi lagði í morgun fram tillögu um sameiningu Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness á bæjarráðs fundi í morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði viðræðunefnd allra sveitarfélaganna og skili greinargerð í mars 2013. Hugmyndin gengur m.a. út á að styrkja sveitarstjórnarstigið og skapa mótvægi við Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Hugmynd hefur vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. Tillagan var lögð fram í bæjarráði og var samþykkt að auki. Því skuldbindur bæjarráð sig til þess að fela bæjarstjóra og einum fulltrúa minnihluta að leita eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi um sameiningu þessara sveitarfélaga. Hópurinn verður svo kallaður saman nú í haust og skili greinargerð um viðræðurnar til bæjarráðs fyrir 1. Febrúar 2013. Í greinagerð bæjarfulltrúanna Ólafs og Ómars segir að hugmynd hafi vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk. Hér fyrir neðan má lesa greinagerðina í heil sinni: GreinargerðUndanfarin misseri hefur verið mikið rætt um sameiningu sveitarfélaga. Á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera ágætar aðstæður til að fækka sveitarfélögum og auka þannig hagkvæmni í rekstri þeirra. Reykjavík er þegar mjög stór á íslenskan mælikvarða. Sameining frá Kópavogi og suðurúr (jafnvel með einhverjum breytingum á sveitarfélagamörkum) gæti skapað mótvægi við borgina, m.a. innan sambands íslenskra sveitarfélaga og innan þeirra byggðarsamlaga sem þegar eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu. Með tíð og tíma mætti svo sjá fyrir sér að sveitarfélög á svæðinu væru tvö (norðan og sunnan Fossvogs). Sveitarfélagið sunnan Fossvogs yrði með um 70 þúsund íbúa. Vel mætti hugsa sér að slíkt sveitarfélag héti Heiðmörk, eða öðru nafni sem gæti verið sameinandi fyrir svæðið.Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi lagði í morgun fram tillögu um sameiningu Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness á bæjarráðs fundi í morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að stofnuð verði viðræðunefnd allra sveitarfélaganna og skili greinargerð í mars 2013. Hugmyndin gengur m.a. út á að styrkja sveitarstjórnarstigið og skapa mótvægi við Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu. Hugmynd hefur vaknað um að slíkt sveitarfélag gæti heitið Heiðmörk.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira