Samhugur, samstaða og samábyrgð – eftir hamfarir í Japan Tadateru Konoé skrifar 14. apríl 2011 10:15 Þann 11. mars reið öflugur jarðskjálfti sem mældist 9 á Richter yfir norðausturströnd Japans. Í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem reis allt að 38 metrum og rústaði 500 km af strandlengjunni. Ég fann greinilega fyrir skjálftanum og horfði örvæntingarfullur á fyrstu sjónvarpsútsendingar frá flóðbylgjunni sem braut niður varnargarðana okkar og sópaði burt bátum, bílum og húsum eins og ekkert væri. Þegar ég komst á hamfarasvæðið í fylgd neyðarsveita Rauða krossins horfðist ég í augu við eyðileggingu sem ég hefði ekki getað ímyndað mér í mínum verstu martröðum. Á meira en 60 ára ferli mínum hjá Rauða krossinum hef ég orðið vitni að afleiðingum hræðilegra náttúruhamfara. Þessar eru einar þær verstu sem ég hef séð. Eyðileggingin var algjör. Eini samanburðurinn sem kom upp í huga mér voru myndir af Osaka, Hiroshima og Nagasaki í lok síðari heimsstyrjaldar. Japanski Rauði krossinn var með þeim fyrstu sem brást við hamförunum. Og minningin um Hiroshima árið 1945 kom sterkt upp í huga mér – þar sem sjúkrahús Rauða krossins var eina byggingin sem stóð enn uppi á sprengjusvæðinu – því Rauðakrosssjúkrahúsið í Ishinomaki borg var eini spítalinn sem enn var starfhæfur eftir flóðbylgjuna. Fyrr en varði fylltist hann af fólki sem slapp lifandi frá hörmungunum: lífshættulega særðu fólki, fólki sem gat enn staðið upprétt, börnum sem misst höfðu foreldra sína, og fólki sem misst hafði heimili sín. Þegar ég rita þetta hafa 12.000 manns fundist látnir og meira en 15.000 er enn saknað. Mörg hundruð þúsund manns hafa misst ástvini sína, heimili sín og lífsviðurværi. Allt þeirra líf hefur umhverfst á svipstundu og verður aldrei samt. En þeir lifðu af og það er enn von. Ég finn fyrir auðmýkt í garð fólks um allan heim sem hefur af miklu örlæti sýnt okkur samúð og samstöðu í verki. Japan er eitt þeirra landa sem veita hvað mestu fé til þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar um allan heim, og við finnum fyrir miklu þakklæti nú þegar við njótum góðs af góðmennsku og samúð. Við munum gæta fyllsta gagnsæis um hvernig fjármunum sem aflað hefur verið í okkar nafni verður varið. Nú, sextán árum eftir jarðskjálftann mikla í Kobe, munum við nota sömu aðferðir til að deila út peningum til fjölskyldna svo þær geti aftur komið undir sig fótum. Ítarleg grein verður gerð fyrir því hvernig framlögum sem safnað var fyrir Rauða krossinn verður varið. Við erum ekki einungis skuldbundin að gera þetta gagnvart þeim sem hafa gefið fjármuni heldur er þetta líka gagnvart fjölskyldum í Japan sem hafa misst allt sitt. Það er löng og ströng leið fram undan við enduruppbyggingu í Japan. Að auki stafar mikil ógn af kjarnorkuverinu í Fukushima. Hinar hrikalegu afleiðingar gætu orðið enn alvarlegri ef mengun verður vegna kjarnorkugeislunar. Ástandið minnir helst á Tsjernobyl, en 25 ár eru nú liðin frá kjarnorkuslysinu þar. Tíminn mun lækna flest sár. Eitt er þó víst: við munum ætíð finna til ábyrgðar á þeim þúsundum fjölskyldna sem flóðbylgjan hreif með sér. Við verðum að vera enn betur undirbúin fyrir hamfarir framtíðarinnar, við verðum að byggja aftur upp þrautseigju fólks, og við megum ekki gleyma þeim sem þjást annars staðar í veröldinni. Þrátt fyrir að þetta áfall hafi dunið yfir þjóð mína, finnst mér nauðsynlegt að horfa fram á veginn og líta til annarra landa sem nú takast á við hörmungar. Í Bólivíu og á Sri Lanka hafa flóð og aurskriður valdið miklum usla, flóttafjölskyldur frá Líbíu og Fílabeinsströndinni leita hælis í nágrannalöndum, þurrkar og hungursneyð ógna löndum í Sahelbeltinu í vestur- og austurhluta Afríku, og í Tsjad hefur nýlega brotist úr mislinga-, kóleru- og heilahimnubólgufaraldur. Hamfarirnar í Japan mega ekki skyggja á þessar hörmungar heldur í raun knýja á um enn frekari samstöðu, viðbrögð og þrautseigju á öllum stigum – hjá einstaklingum, samfélögum, þjóðum og á alþjóðavísu. Þetta er í fyrsta sinn sem við stöndum frammi fyrir svo margslungnu neyðarástandi, samlegðaráhrifum af jarðskjálfta, flóðbylgju og kjarnorkuvá. Þó að þetta hafi ekki gerst fyrr verður þetta líkast til ekki í eina skiptið sem við verðum að bregðast við svo flóknum hamförum. Til að vernda þjóðir heims verðum við að reyna að sjá fyrir það óhugsanlega. Við verðum að fjárfesta í viðbúnaði vegna hamfara og draga úr ógnum í umhverfinu – til að mynda hættum á kjarnorkuslysum – og styrkja samfélög svo að þau geti sjálf verndað íbúa sína. Þetta er neyðarviðbúnaður. Eina leiðin til að bregðast við svona hörmungum er með samhjálp og samhug – í mínu landi, þínu landi og í öllum löndum heims – og ákvörðun um að verja okkur betur svo við séum í stakk búin til að vernda líf þeirra sem stendur ógn af hamförum. Tadateru Konoé, formaður Rauða krossins í Japan og formaður Alþjóða Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. mars reið öflugur jarðskjálfti sem mældist 9 á Richter yfir norðausturströnd Japans. Í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem reis allt að 38 metrum og rústaði 500 km af strandlengjunni. Ég fann greinilega fyrir skjálftanum og horfði örvæntingarfullur á fyrstu sjónvarpsútsendingar frá flóðbylgjunni sem braut niður varnargarðana okkar og sópaði burt bátum, bílum og húsum eins og ekkert væri. Þegar ég komst á hamfarasvæðið í fylgd neyðarsveita Rauða krossins horfðist ég í augu við eyðileggingu sem ég hefði ekki getað ímyndað mér í mínum verstu martröðum. Á meira en 60 ára ferli mínum hjá Rauða krossinum hef ég orðið vitni að afleiðingum hræðilegra náttúruhamfara. Þessar eru einar þær verstu sem ég hef séð. Eyðileggingin var algjör. Eini samanburðurinn sem kom upp í huga mér voru myndir af Osaka, Hiroshima og Nagasaki í lok síðari heimsstyrjaldar. Japanski Rauði krossinn var með þeim fyrstu sem brást við hamförunum. Og minningin um Hiroshima árið 1945 kom sterkt upp í huga mér – þar sem sjúkrahús Rauða krossins var eina byggingin sem stóð enn uppi á sprengjusvæðinu – því Rauðakrosssjúkrahúsið í Ishinomaki borg var eini spítalinn sem enn var starfhæfur eftir flóðbylgjuna. Fyrr en varði fylltist hann af fólki sem slapp lifandi frá hörmungunum: lífshættulega særðu fólki, fólki sem gat enn staðið upprétt, börnum sem misst höfðu foreldra sína, og fólki sem misst hafði heimili sín. Þegar ég rita þetta hafa 12.000 manns fundist látnir og meira en 15.000 er enn saknað. Mörg hundruð þúsund manns hafa misst ástvini sína, heimili sín og lífsviðurværi. Allt þeirra líf hefur umhverfst á svipstundu og verður aldrei samt. En þeir lifðu af og það er enn von. Ég finn fyrir auðmýkt í garð fólks um allan heim sem hefur af miklu örlæti sýnt okkur samúð og samstöðu í verki. Japan er eitt þeirra landa sem veita hvað mestu fé til þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar um allan heim, og við finnum fyrir miklu þakklæti nú þegar við njótum góðs af góðmennsku og samúð. Við munum gæta fyllsta gagnsæis um hvernig fjármunum sem aflað hefur verið í okkar nafni verður varið. Nú, sextán árum eftir jarðskjálftann mikla í Kobe, munum við nota sömu aðferðir til að deila út peningum til fjölskyldna svo þær geti aftur komið undir sig fótum. Ítarleg grein verður gerð fyrir því hvernig framlögum sem safnað var fyrir Rauða krossinn verður varið. Við erum ekki einungis skuldbundin að gera þetta gagnvart þeim sem hafa gefið fjármuni heldur er þetta líka gagnvart fjölskyldum í Japan sem hafa misst allt sitt. Það er löng og ströng leið fram undan við enduruppbyggingu í Japan. Að auki stafar mikil ógn af kjarnorkuverinu í Fukushima. Hinar hrikalegu afleiðingar gætu orðið enn alvarlegri ef mengun verður vegna kjarnorkugeislunar. Ástandið minnir helst á Tsjernobyl, en 25 ár eru nú liðin frá kjarnorkuslysinu þar. Tíminn mun lækna flest sár. Eitt er þó víst: við munum ætíð finna til ábyrgðar á þeim þúsundum fjölskyldna sem flóðbylgjan hreif með sér. Við verðum að vera enn betur undirbúin fyrir hamfarir framtíðarinnar, við verðum að byggja aftur upp þrautseigju fólks, og við megum ekki gleyma þeim sem þjást annars staðar í veröldinni. Þrátt fyrir að þetta áfall hafi dunið yfir þjóð mína, finnst mér nauðsynlegt að horfa fram á veginn og líta til annarra landa sem nú takast á við hörmungar. Í Bólivíu og á Sri Lanka hafa flóð og aurskriður valdið miklum usla, flóttafjölskyldur frá Líbíu og Fílabeinsströndinni leita hælis í nágrannalöndum, þurrkar og hungursneyð ógna löndum í Sahelbeltinu í vestur- og austurhluta Afríku, og í Tsjad hefur nýlega brotist úr mislinga-, kóleru- og heilahimnubólgufaraldur. Hamfarirnar í Japan mega ekki skyggja á þessar hörmungar heldur í raun knýja á um enn frekari samstöðu, viðbrögð og þrautseigju á öllum stigum – hjá einstaklingum, samfélögum, þjóðum og á alþjóðavísu. Þetta er í fyrsta sinn sem við stöndum frammi fyrir svo margslungnu neyðarástandi, samlegðaráhrifum af jarðskjálfta, flóðbylgju og kjarnorkuvá. Þó að þetta hafi ekki gerst fyrr verður þetta líkast til ekki í eina skiptið sem við verðum að bregðast við svo flóknum hamförum. Til að vernda þjóðir heims verðum við að reyna að sjá fyrir það óhugsanlega. Við verðum að fjárfesta í viðbúnaði vegna hamfara og draga úr ógnum í umhverfinu – til að mynda hættum á kjarnorkuslysum – og styrkja samfélög svo að þau geti sjálf verndað íbúa sína. Þetta er neyðarviðbúnaður. Eina leiðin til að bregðast við svona hörmungum er með samhjálp og samhug – í mínu landi, þínu landi og í öllum löndum heims – og ákvörðun um að verja okkur betur svo við séum í stakk búin til að vernda líf þeirra sem stendur ógn af hamförum. Tadateru Konoé, formaður Rauða krossins í Japan og formaður Alþjóða Rauða krossins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar