Atvinna í stað aðgerðaleysis Björk Vilhelmsdóttir skrifar 18. maí 2011 06:00 Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun