Atvinna í stað aðgerðaleysis Björk Vilhelmsdóttir skrifar 18. maí 2011 06:00 Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni. 400 vinnufærir námsmenn sem eyddu sumrinu í aðgerðaleysi og fékk fá eða engin tækifæri til að nýta krafta sína. Á sama tíma greiddi borgin þeim framfærslueyri en gat ekki nýtt sér vinnufúsar hendur þeirra. Þetta ástand viljum við ekki sjá í sumar. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins samþykktu nýlega í borgarráði að þeir sem voru án vinnu síðastliðið Sumar, og skortir þar af leiðandi starfsreynslu, skyldu njóta forgangs í sumarstörf borgarinnar. Reykjavíkurborg á að líta á það sem frumskyldu sína að veita ungu fólki sem annars fær enga atvinnu, reynslu af fjölbreyttum störfum, enda er slík reynsla ómetanleg hverjum og einum. Ef ungt fólk fær ekki tækifæri til að efla sig yfir sumartímann er hætta á að það öðlist litla reynslu og festist í áralöngum vítahring atvinnuleysis og fátæktar. Við bindum vonir við að atvinnulífið skapi jafn mörg sumarstörf og áður en getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð að veita reynslulitlu fólki vinnu. Í þessu sambandi ætti borgin að gera gullnu regluna að sinni og hugsa: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri borgarbúum, það skuluð þér og þeim gjöra. Þessi fjölgun sumarstarfa kostar borgina um 218 milljónir sem er að mestu tekið af lið sem kallast ,,ófyrirséð“. Það er von okkar sem stöndum að þessu átaki að við spörum verulegar fjárhæðir, eða ríflega 100 milljónir sem annars færu í fjárhagsaðstoð til sama hóps. Með því að bjóða upp á vinnu, erum við ekki skuldbundin til að greiða fulla fjárhagsaðstoð til þeirra sem ekki vilja vinnu. Þeir sem þiggja ekki vinnu hjá borginni en eru vinnufærir, eiga þó aðeins rétt á hálfri þeirri fjárhagsaðstoð sem þeir annars eiga rétt til. Við gerum ráð fyrir að flestir vilji vinna, því það er ekki fýsilegur kostur fyrir ungt fólk sem býr í foreldrahúsum að lifa á 37.250 þús. á mánuði þegar þeir eiga kost á vinnu t.d. í 8 vikur og fá fyrir það 174 þús. á mánuði, auk reynslunnar sem er ekki síður mikilvæg í reynslubankann og í starfsferilsskrána. Ef reynslan af þessu verkefni verður góð, eins og vonir standa til, gætum við í framhaldinu fært fjármagn úr fjárhagsaðstoðinni til atvinnuskapandi verkefna fyrir fleiri aldurshópa. Í því er fólginn mikill ávinningur fyrir borgarbúa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar