Enginn Íslendingur verið drepinn af ísbjörnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. janúar 2011 13:49 Polar Bears International fullyrða að ísbirnir hafi enga Íslendinga drepið. Mynd/ afp. „Ísbirnir ráðast bara á menn ef þeim er ógnað. Samkvæmt Polar Bears International eru einungis skráð 10 tilvik mannslát í Kanada og Bandaríkjunum og 19 í Rússlandi af völdum ísbjarna. Enginn Íslendingur hefur fallið af völdum ísbjarnar," segir í undirskriftarsöfnun sem Besti flokkurinn hefur hrundið af stað til að vekja athygli á stöðu ísbjarna í heiminum. Á síðunni er skorað á íslensk stjórnvöld að taka betur á móti ísbjörnum sem villast af leið og lenda á Íslandi. Hingað til hafi ekki verið látið reyna á neinar aðrar leiðir en að drepa ísbirnina. „Við fórum af stað með þetta í síðustu viku og höfum ekkert auglýst þetta af neinu ráði," segir Heiða Kristín Helgadóttir. Hún segir að von sé á því að söfnunarsíða verði sett í loftið til þess að safna fyrir aðbúnaði í Húsdýragarðinum til þess að taka á móti ísbjörnum á hrakhólum. Þessi síða sé nokkurskonar undanfari og sé einnig ætlað að vera áskorun á stjórnvöld. „Það er allskonar fólk búið að hafa samband og er tilbúið að koma inn í þetta og finnst þetta merkilegt útfrá náttúruvernd og dýravernd og líka bara þessari norðurhjarapælingu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að ísbirnir séu í útrýmingarhættu og Íslendingar eigi ekki að vera þekktir fyrir það að drepa dýr í útrýmingarhættu. En þrátt fyrir að Polar Bears International fullyrði að engir Íslendingar hafi drepist af völdum ísbjarna segja íslenskar heimildir annað. Til dæmis segir í lærðri grein Þórs Jakobssonar veðurfræðings um hafís fyrir Suðurlandi að árið 1321 hafi hvítabjörn gengið á land á Heljarvík á Ströndum og banað átta manns. Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Ísbirnir ráðast bara á menn ef þeim er ógnað. Samkvæmt Polar Bears International eru einungis skráð 10 tilvik mannslát í Kanada og Bandaríkjunum og 19 í Rússlandi af völdum ísbjarna. Enginn Íslendingur hefur fallið af völdum ísbjarnar," segir í undirskriftarsöfnun sem Besti flokkurinn hefur hrundið af stað til að vekja athygli á stöðu ísbjarna í heiminum. Á síðunni er skorað á íslensk stjórnvöld að taka betur á móti ísbjörnum sem villast af leið og lenda á Íslandi. Hingað til hafi ekki verið látið reyna á neinar aðrar leiðir en að drepa ísbirnina. „Við fórum af stað með þetta í síðustu viku og höfum ekkert auglýst þetta af neinu ráði," segir Heiða Kristín Helgadóttir. Hún segir að von sé á því að söfnunarsíða verði sett í loftið til þess að safna fyrir aðbúnaði í Húsdýragarðinum til þess að taka á móti ísbjörnum á hrakhólum. Þessi síða sé nokkurskonar undanfari og sé einnig ætlað að vera áskorun á stjórnvöld. „Það er allskonar fólk búið að hafa samband og er tilbúið að koma inn í þetta og finnst þetta merkilegt útfrá náttúruvernd og dýravernd og líka bara þessari norðurhjarapælingu," segir Heiða Kristín. Hún bendir á að ísbirnir séu í útrýmingarhættu og Íslendingar eigi ekki að vera þekktir fyrir það að drepa dýr í útrýmingarhættu. En þrátt fyrir að Polar Bears International fullyrði að engir Íslendingar hafi drepist af völdum ísbjarna segja íslenskar heimildir annað. Til dæmis segir í lærðri grein Þórs Jakobssonar veðurfræðings um hafís fyrir Suðurlandi að árið 1321 hafi hvítabjörn gengið á land á Heljarvík á Ströndum og banað átta manns.
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira