Bjargaði syni sínum 12. febrúar 2011 04:00 Feðgarnir tóku við viðurkenningum sínum í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í gær. fréttablaðið/stefán Ólafur Guðnason var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2010 af Rauða krossi Íslands. Þetta er í tíunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Í gær var 112-dagurinn, neyðarlínudagur sem er haldinn í mörgum Evrópuríkjum. Ólafur sýndi hárrétt viðbrögð þegar hann lenti í bílslysi ásamt syni sínum fjarri byggð síðasta sumar. Hann bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Ólafur Diðrik keyrði bílinn en sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum, sem fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist. Ólafur Diðrik var með skerta meðvitund, marga skurði á höfðinu og það fossblæddi úr hnakka hans, meðal annars. Hann reyndist vera með brákaða höfuðkúpu og brákaða háls- og hryggjarliði. Kraftaverk þykir að hann hafi ekki lamast. Sex aðrir fengu viðurkenningar fyrir beitingu skyndihjálpar og lífsbjörg. Ágúst Þorbjörnsson endurlífgaði félaga sinn á Hvammstanga, Sæþór Þorbergsson endurlífgaði gest í líkamsræktarstöð í Stykkishólmi, Alfreð Gústaf Maríusson endurlífgaði samstarfsmann sinn í grunnskóla í Hafnarfirði og Erna Björg Gylfadóttir endurlífgaði systur sína ásamt vinnufélögum í HB Granda á Akranesi. Þá losaði Borghildur Sverrisdóttir í Hafnarfirði aðskotahlut úr hálsi föður síns og Benedikt Gröndal losaði aðskotahlut úr hálsi sonar síns. - þeb Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Ólafur Guðnason var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2010 af Rauða krossi Íslands. Þetta er í tíunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Í gær var 112-dagurinn, neyðarlínudagur sem er haldinn í mörgum Evrópuríkjum. Ólafur sýndi hárrétt viðbrögð þegar hann lenti í bílslysi ásamt syni sínum fjarri byggð síðasta sumar. Hann bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Ólafur Diðrik keyrði bílinn en sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum, sem fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist. Ólafur Diðrik var með skerta meðvitund, marga skurði á höfðinu og það fossblæddi úr hnakka hans, meðal annars. Hann reyndist vera með brákaða höfuðkúpu og brákaða háls- og hryggjarliði. Kraftaverk þykir að hann hafi ekki lamast. Sex aðrir fengu viðurkenningar fyrir beitingu skyndihjálpar og lífsbjörg. Ágúst Þorbjörnsson endurlífgaði félaga sinn á Hvammstanga, Sæþór Þorbergsson endurlífgaði gest í líkamsræktarstöð í Stykkishólmi, Alfreð Gústaf Maríusson endurlífgaði samstarfsmann sinn í grunnskóla í Hafnarfirði og Erna Björg Gylfadóttir endurlífgaði systur sína ásamt vinnufélögum í HB Granda á Akranesi. Þá losaði Borghildur Sverrisdóttir í Hafnarfirði aðskotahlut úr hálsi föður síns og Benedikt Gröndal losaði aðskotahlut úr hálsi sonar síns. - þeb
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira