Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt Heimir Már Pétursson skrifar 8. janúar 2011 18:30 Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira