Frisbígolfvöllur opnaður á Klambratúni 13. júlí 2011 16:30 Frisbígolfvöllur. Á Klambratúni hefur verið komið upp aðstöðu til að leika frisbígolf samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var gert að ósk íbúa sem hafa um nokkurt skeið stundað þessa íþrótt á túninu. Búið er að setja upp leikvöll með níu teigum og körfum og er hann öllum opinn. Frisbígolf eða folf er skemmtileg fjölskylduíþrótt, en allir sem geta kastað frisbídiski geta verið með í leiknum. Íslenska frisbígolfsambandið ætlar á næstu vikum að vera með kynningu á íþróttinni á Klambratúni og leyfa fólki að prófa leikinn á milli kl. 17-19 alla virka daga. Fyrsti kynningartíminn verður mánudaginn 18. júlí. Frisbígolf eða folf hefur á undanförnum árum verið að vinna sér sess hér á landi. Reglurnar eru líkar þeim sem leikið er eftir í golfi en í stað golfkúlu eru notaðir frisbídiskar. Kastað er frá teigsvæði í körfur og sigrar sá sem nær að kasta diski í körfuna í fæstum skotum. Í leiknum má nota alla venjulega frisbídiska en best er að nota sérhannaða diska sem fljúga mun lengra. Hægt er að stunda þessa íþrótt allt árið en leikurinn er vinsælastur yfir sumarmánuðina. Frisbígolf er stundað víða um heim og haldin eru heimsmeistaramót í íþróttinni. Nokkur þúsund atvinnumenn stunda þessa íþrótt, flestir í Bandaríkjunum, enda frisbígolf þaðan komin. Á Íslandi eru nú 5 frisbígolfvellir. Sá stærsti er við Gufunesbæ í Grafarvogi en hann er með 18 körfur, en 9 körfu vellir eru að Hömrum á Akureyri, við Úlfljótsvatn og á svæði VR í Úthlíð við Laugavatn. Einnig eru körfur á nokkrum tjaldsvæðum. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Á Klambratúni hefur verið komið upp aðstöðu til að leika frisbígolf samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Það var gert að ósk íbúa sem hafa um nokkurt skeið stundað þessa íþrótt á túninu. Búið er að setja upp leikvöll með níu teigum og körfum og er hann öllum opinn. Frisbígolf eða folf er skemmtileg fjölskylduíþrótt, en allir sem geta kastað frisbídiski geta verið með í leiknum. Íslenska frisbígolfsambandið ætlar á næstu vikum að vera með kynningu á íþróttinni á Klambratúni og leyfa fólki að prófa leikinn á milli kl. 17-19 alla virka daga. Fyrsti kynningartíminn verður mánudaginn 18. júlí. Frisbígolf eða folf hefur á undanförnum árum verið að vinna sér sess hér á landi. Reglurnar eru líkar þeim sem leikið er eftir í golfi en í stað golfkúlu eru notaðir frisbídiskar. Kastað er frá teigsvæði í körfur og sigrar sá sem nær að kasta diski í körfuna í fæstum skotum. Í leiknum má nota alla venjulega frisbídiska en best er að nota sérhannaða diska sem fljúga mun lengra. Hægt er að stunda þessa íþrótt allt árið en leikurinn er vinsælastur yfir sumarmánuðina. Frisbígolf er stundað víða um heim og haldin eru heimsmeistaramót í íþróttinni. Nokkur þúsund atvinnumenn stunda þessa íþrótt, flestir í Bandaríkjunum, enda frisbígolf þaðan komin. Á Íslandi eru nú 5 frisbígolfvellir. Sá stærsti er við Gufunesbæ í Grafarvogi en hann er með 18 körfur, en 9 körfu vellir eru að Hömrum á Akureyri, við Úlfljótsvatn og á svæði VR í Úthlíð við Laugavatn. Einnig eru körfur á nokkrum tjaldsvæðum.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir