Þrettán hafa fallið í Egyptalandi 3. febrúar 2011 19:33 Þrettán manns hafa fallið og um tólf hundruð særst í átökum mótmælenda og útsendara ríkisstjórnar Hosni Mubaraks forseta Egyptalands. Forsætisráðherra landsins hefur beðist afsökunar á árásum á mótmælendur og lofar rannsókn. Hosni Mubarak hangir áfram í valdataumunum þótt milljónir landa hans krefjist þess að hann segi nú þegar af sér. Til harða átaka kom milli mótmælenda og stuðningsmanna forsetans í Kairó seinnipartinn í gær og nótt. Hópar stuðningsmanna forsetans réðst að mótmælendum með bareflum, grjótkasti og molatofkokteilum og reyndi að ná Frelsistorginu á sitt vald. Nú þykir sannað að þeir sem réðust á mótmælendur voru margir málaliðar forsetans eða óeinkennisklæddir lögreglumenn. Skotvopnum var beitt og nú hafa þrettán manns látið lífið og yfir tólf hundruð manns særst í átökunum. Herinn sem hefur að mestu haldið sig til hlés í mótmælunum gekk á milli stríðandi fylkinga í morgun og hefur reynt að loka aðgangi fólks að torginu. Yfirmenn hersins hafa fordæmt ofbeldi stuðningsmanna forsetans og hótað að skjóta á þá láti þeir ekki af árásum sínum. Ahmed Shafiq forsætisráðherra baðst afsökunar árásunum á mótmælendur í dag og viðurkenndi að svo liti út fyrir að þær væru skipulagðar. Hann lofaði rannsókn á málinu og að þeir sem bæru ábyrgð á árásunum yrðu dregnir fyrir dómstóla. Omar Suleiman nýskipaður varaforseti lofaði því í dag að sonur Mubaraks muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum í september og sagði að viðræður væru þegar hafnar við stjórnarandstöðuöfl í landinu. Hvort þetta dugar til að lægja öldurnar í landinu er alls óvíst. Enn er tekist á á götum Kairó og annarra borga í landinu og mótmælendur standa enn á þeirri kröfu sinni að Mubarak hafi frest til morgundagsins til að segja af sér. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Þrettán manns hafa fallið og um tólf hundruð særst í átökum mótmælenda og útsendara ríkisstjórnar Hosni Mubaraks forseta Egyptalands. Forsætisráðherra landsins hefur beðist afsökunar á árásum á mótmælendur og lofar rannsókn. Hosni Mubarak hangir áfram í valdataumunum þótt milljónir landa hans krefjist þess að hann segi nú þegar af sér. Til harða átaka kom milli mótmælenda og stuðningsmanna forsetans í Kairó seinnipartinn í gær og nótt. Hópar stuðningsmanna forsetans réðst að mótmælendum með bareflum, grjótkasti og molatofkokteilum og reyndi að ná Frelsistorginu á sitt vald. Nú þykir sannað að þeir sem réðust á mótmælendur voru margir málaliðar forsetans eða óeinkennisklæddir lögreglumenn. Skotvopnum var beitt og nú hafa þrettán manns látið lífið og yfir tólf hundruð manns særst í átökunum. Herinn sem hefur að mestu haldið sig til hlés í mótmælunum gekk á milli stríðandi fylkinga í morgun og hefur reynt að loka aðgangi fólks að torginu. Yfirmenn hersins hafa fordæmt ofbeldi stuðningsmanna forsetans og hótað að skjóta á þá láti þeir ekki af árásum sínum. Ahmed Shafiq forsætisráðherra baðst afsökunar árásunum á mótmælendur í dag og viðurkenndi að svo liti út fyrir að þær væru skipulagðar. Hann lofaði rannsókn á málinu og að þeir sem bæru ábyrgð á árásunum yrðu dregnir fyrir dómstóla. Omar Suleiman nýskipaður varaforseti lofaði því í dag að sonur Mubaraks muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum í september og sagði að viðræður væru þegar hafnar við stjórnarandstöðuöfl í landinu. Hvort þetta dugar til að lægja öldurnar í landinu er alls óvíst. Enn er tekist á á götum Kairó og annarra borga í landinu og mótmælendur standa enn á þeirri kröfu sinni að Mubarak hafi frest til morgundagsins til að segja af sér.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira