Fangelsi: Útboðsgögnin verða aðeins birt á íslensku 10. janúar 2011 04:00 Teikning Alex Poulsen Útboðsgögn vegna framkvæmda við fangelsið á Hólmsheiði verða að öllum líkindum tilbúin innan mánaðar. Verkið verður boðið út innan EES en öll gögn verða einungis birt á íslensku. Jón Magnússon, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að slíkt sé venjan hér á landi eftir efnahagshrunið. „Það er viðtekin venja að hafa textann á íslensku og það er gert samkvæmt öllum reglum,“ segir Jón. Upphafleg kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar á fangelsinu hljóðaði upp á 1,5 milljarða króna. Jón segir þó að sú tala hafi hækkað eitthvað, en núverandi áætlun er komin upp í 1,8 milljarða. Hann vonast þó til þess að útboðið gangi á þann veg að talan lækki á ný. Dönsku arkitektarnir Alex Poulsen unnu fyrstu hönnun fangelsisins og borgaði ráðuneytið 4,8 milljónir fyrir þá vinnu. Það verk var ekki boðið út hér á landi. „Danir hafa hannað og teiknað mörg fangelsi, en það hafa íslenskir arkitektar ekki gert,“ segir Jón. „Þetta er óveruleg vinna og var eingöngu hugsuð til þess að auðvelda íslenskum arkitektum þá miklu áframhaldandi vinnu sem tekur við eftir útboðið.“ Áframhaldandi hönnunarkostnaður mun sennilega verða mun hærri en tæpar fimm milljónir að mati Jóns og segir hann íslenska arkitekta nú munu taka við málinu alfarið. Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands (AÍ), telur ekkert við bygginguna til þess fallið að íslenskir arkitektar hafi ekki ráðið við það. „Við teljum ekkert í þessu verkefni vera þannig að það þurfi að leita til útlanda af þeim ástæðum,“ segir Logi. „Við höfum fengið þau svör að það hafi einungis verið takmörkuð ráðgjafavinna sem keypt var frá Danmörku og við vonum bara að svo sé.“ Logi segir óheppilegt hvernig staðið var að verkinu af hálfu ráðuneytisins, en vill þó lenda málinu í góðu og treystir því að framhaldinu verði haldið meðal innlendra arkitekta. „Aðalatriðið er að þeir gefi íslenskum arkitektum tækifæri á því að keppa um þetta,“ segir hann. „Við erum auðvitað ekki að heimta að fá að teikna fangelsið. En við viljum að sjálfsögðu fá möguleikann til þess.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Útboðsgögn vegna framkvæmda við fangelsið á Hólmsheiði verða að öllum líkindum tilbúin innan mánaðar. Verkið verður boðið út innan EES en öll gögn verða einungis birt á íslensku. Jón Magnússon, skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að slíkt sé venjan hér á landi eftir efnahagshrunið. „Það er viðtekin venja að hafa textann á íslensku og það er gert samkvæmt öllum reglum,“ segir Jón. Upphafleg kostnaðaráætlun við framkvæmdirnar á fangelsinu hljóðaði upp á 1,5 milljarða króna. Jón segir þó að sú tala hafi hækkað eitthvað, en núverandi áætlun er komin upp í 1,8 milljarða. Hann vonast þó til þess að útboðið gangi á þann veg að talan lækki á ný. Dönsku arkitektarnir Alex Poulsen unnu fyrstu hönnun fangelsisins og borgaði ráðuneytið 4,8 milljónir fyrir þá vinnu. Það verk var ekki boðið út hér á landi. „Danir hafa hannað og teiknað mörg fangelsi, en það hafa íslenskir arkitektar ekki gert,“ segir Jón. „Þetta er óveruleg vinna og var eingöngu hugsuð til þess að auðvelda íslenskum arkitektum þá miklu áframhaldandi vinnu sem tekur við eftir útboðið.“ Áframhaldandi hönnunarkostnaður mun sennilega verða mun hærri en tæpar fimm milljónir að mati Jóns og segir hann íslenska arkitekta nú munu taka við málinu alfarið. Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands (AÍ), telur ekkert við bygginguna til þess fallið að íslenskir arkitektar hafi ekki ráðið við það. „Við teljum ekkert í þessu verkefni vera þannig að það þurfi að leita til útlanda af þeim ástæðum,“ segir Logi. „Við höfum fengið þau svör að það hafi einungis verið takmörkuð ráðgjafavinna sem keypt var frá Danmörku og við vonum bara að svo sé.“ Logi segir óheppilegt hvernig staðið var að verkinu af hálfu ráðuneytisins, en vill þó lenda málinu í góðu og treystir því að framhaldinu verði haldið meðal innlendra arkitekta. „Aðalatriðið er að þeir gefi íslenskum arkitektum tækifæri á því að keppa um þetta,“ segir hann. „Við erum auðvitað ekki að heimta að fá að teikna fangelsið. En við viljum að sjálfsögðu fá möguleikann til þess.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira