„Of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga“ Erla Hlynsdóttir skrifar 17. janúar 2011 16:04 Reynir Jónsson telur að fyrirhugaðar breytingar leiði til þess að fyrirtækið nái að spara sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega Mynd: Stefán Karlsson „Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti. Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það er bara staðreynd að það eru afgerandi fæstir farþegar í þessum síðustu ferðum á kvöldin," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. „Þegar við fáum þau skilaboð frá eigendum okkar, sveitarfélögunum, að við verðum að hagræða, þá förum við bara niður í leiðarkerfið og skoðun hvernig við getum sparað sem mest þannig að það hafi áhrif á sem fæsta farþega," segir Reynir. Hann segir aðspurður að forsvarsmönnum Strætó bs. hafi verið kunnugt um þau áhrif sem það hefur á Landspítalann að hætta akstri vagna um klukkustund fyrr á kvöldin og hefja akstur síðar á laugardagsmorgnum. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, segir breytingarnar á leiðakerfinu, sem taka gildi í lok febrúar, hafi í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk og aukinn kostnað fyrir spítalann.Lítið hlutfall starfsmanna með Strætó Reynir segir aðspurður að ákvörðun um breytingarnar hafi verið tekin og að þeim verði ekki haggað. Hann bendir á að sveitarfélögin reki strætisvagnakerfið en ríkið reki Landspítalann meðal annarra stofnana, og í gegn um tíðina hafi sú spurning komið upp hvort rétt sé að sveitarfélögin séu að leggja út í mikinn kostnað til að þjónusta ríki. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir um fjölda farþega með síðustu strætóferðunum má leiða að því líkur að afar lítið hlutfall starfsmanna Landspítalans noti strætisvagna til að komast heim að lokinni kvöldvakt.Heilt leiðakerfi fyrir örfáa einstaklinga „Það er of mikið gert úr áhrifum þessara breytinga að okkar mati," segir Reynir og telur ekki réttlætanlegt að heilu leiðakerfi sé haldið úti fyrir örfáa einstaklinga. Flestir þeirra farþega sem ferðast með strætó síðla kvölds nýta sér stofnleiðirnar 1,3 og 6 sem allar liggja framhjá Landspítalanum. Aðspurður segir Reynir að því hafi verið velt upp hvort mögulegt hafi verið að halda þeim ferðum áfram gangandi lengur á kvöldin. Niðurstaðan var hins vegar sú að það borgaði sig ekki, því þó meirihluti þeirra fáu farþega sem noti strætó síðla kvölds noti einmitt þessar leiðir þá séu þetta ennfremur þær leiðir sem dýrast er að halda úti.
Tengdar fréttir Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum 17. janúar 2011 13:11