Borg og eigendur togast á um tíu sentimetra 3. febrúar 2011 05:00 Eigandi Klapparstígs 17 vill að borgin taki þátt í kostnaði vegna varðveislu gaflveggs frá árinu 1906 á lóðarmörkum hans og gamals steinbæjar frá árinu 1989. Fréttablaðið/Vilhelm „Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni. Húsið á Klapparstíg 17 eyðilagðist í bruna í janúar 2009. Nú er verið að byggja þar nýtt íbúðarhús. Áfast við gamla gafl hússins er 112 ára gamall steinbær. Hann er sagður hafa varðveislugildi og eigendum nýbyggingarinnar var því neitað um að rífa gaflinn og steypa nýjan eins og þeir vildu. „Við höfum lent í verulegum töfum vegna byggingarfulltrúa. Þessi gaflveggur sérstaklega hefur verið okkur kostnaðarsamur. Það má segja að borgin hafi tekið hann eignarnámi með frekju og yfirgangi,“ segir Marías sem kveður eigendur Klapparstígs 17 telja borgina hafa valdið þeim tveggja til þriggja milljóna króna aukakostnaði. Veggurinn umdeildi standi tíu sentimetra inn fyrir þeirra lóðamörk og skerði væntanlega bygginguna sem því nemi. „Þeir eru búnir að gera allt til að gera okkur skráveifu. Það þarf að hreinsa til í þessari stofnun,“ segir Marías og krefst skýrra svara frá borginni um hvernig bæti eigi þeim skaðann. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir af og frá að embætti hans hafi valdið töfum á byggingu hússins. Eigendurnir sjálfir hafi til dæmis gegn betri vitund skilað inn teikningum sem gerðu ráð fyrir alltof háu nýtingarhlutfalli á lóðinni. Að sögn Magnúsar er alls ekki óalgengt að hús nái út fyrir lóðir í gamla bænum. „Menn klofuðu út einhverjar lóðir. Þeir voru ekki svo nákvæmir á þessu í gamla daga,“ segir byggingarfulltrúinn og útskýrir að í raun hafi gaflveggurinn sem slíkur ekki varðveislugildi heldur sé það steinbærinn á númer nítján sem menn vilja vernda. „Ef þessi veggur er rifinn er opið inn í gamla steinbæinn og hann hefur varðveislugildi enda er hann síðasti steinbærinn á þessu svæði.“ Byggingarfulltrúinn hafnar því algerlega að Reykjavíkurborg eigi að bera kostnað vegna málsins. „Borgarsjóður er ekki að byggja á þessari lóð og hann tekur engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna svona bygginga; byggjandinn er að byggja og það er hans mál. Það þýðir ekkert að vera að væla í okkur,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Ef ég væri ekki ljóshærður þá væri ég löngu orðinn gráhærður,“ segir Marías Sveinsson, einn þriggja eigenda Klapparstígs 17, sem kveðst uppgefinn á samskiptum við byggingarfulltrúa vegna nýbyggingar á lóðinni. Húsið á Klapparstíg 17 eyðilagðist í bruna í janúar 2009. Nú er verið að byggja þar nýtt íbúðarhús. Áfast við gamla gafl hússins er 112 ára gamall steinbær. Hann er sagður hafa varðveislugildi og eigendum nýbyggingarinnar var því neitað um að rífa gaflinn og steypa nýjan eins og þeir vildu. „Við höfum lent í verulegum töfum vegna byggingarfulltrúa. Þessi gaflveggur sérstaklega hefur verið okkur kostnaðarsamur. Það má segja að borgin hafi tekið hann eignarnámi með frekju og yfirgangi,“ segir Marías sem kveður eigendur Klapparstígs 17 telja borgina hafa valdið þeim tveggja til þriggja milljóna króna aukakostnaði. Veggurinn umdeildi standi tíu sentimetra inn fyrir þeirra lóðamörk og skerði væntanlega bygginguna sem því nemi. „Þeir eru búnir að gera allt til að gera okkur skráveifu. Það þarf að hreinsa til í þessari stofnun,“ segir Marías og krefst skýrra svara frá borginni um hvernig bæti eigi þeim skaðann. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir af og frá að embætti hans hafi valdið töfum á byggingu hússins. Eigendurnir sjálfir hafi til dæmis gegn betri vitund skilað inn teikningum sem gerðu ráð fyrir alltof háu nýtingarhlutfalli á lóðinni. Að sögn Magnúsar er alls ekki óalgengt að hús nái út fyrir lóðir í gamla bænum. „Menn klofuðu út einhverjar lóðir. Þeir voru ekki svo nákvæmir á þessu í gamla daga,“ segir byggingarfulltrúinn og útskýrir að í raun hafi gaflveggurinn sem slíkur ekki varðveislugildi heldur sé það steinbærinn á númer nítján sem menn vilja vernda. „Ef þessi veggur er rifinn er opið inn í gamla steinbæinn og hann hefur varðveislugildi enda er hann síðasti steinbærinn á þessu svæði.“ Byggingarfulltrúinn hafnar því algerlega að Reykjavíkurborg eigi að bera kostnað vegna málsins. „Borgarsjóður er ekki að byggja á þessari lóð og hann tekur engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna svona bygginga; byggjandinn er að byggja og það er hans mál. Það þýðir ekkert að vera að væla í okkur,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði