Segir sig úr VG: Illdeilur, átök og skoðanakúgun SB skrifar 17. janúar 2011 15:22 Karólína Einarsdóttir hefur sagt sig úr Vinstri Grænum. Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira