Erlent

Gary Moore er allur

Gítarleikarinn heimsfrægi Gary Moore er látinn, 58 ára að aldri. Moore hóf ferilinn með írsku rokksveitinni Thin Lizzy en öðlaðist síðan heimsfrægð með sólóplötunni Still got the blues árið 1990. Moore fannst látinn á hótelherbergi á Costa del Sol í gær en óljóst er um dánarorsök.

Í meðfylgjandi myndskeiði sést Moore taka sinn þekktasta slagara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×