Viðskipti innlent

Seðlabankann skorti heimildir til að stöðva útgreiðslu á hrundegi

SB skrifar
Reglum Seðlabankans um millifærslur í stórafgreiðslukerfi var breytt eftir hrun og bankanum gefið vald til að stöðva fyrirvaralaust millifærslur sem gætu ógnað stöðugleika eða skapað hættu. Slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn millifærði rúma 15 milljarða hjá Seðlabankanum, sama dag og neyðarlögin voru sett.

„Væntanlega liggur útskýringin í sögunni," segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, spurður út í breytinguna á lögum um stórafgreiðslur. Undir stórafgreiðslur falla millifærslur yfir 10 milljónir og er því ólíklegt að milljarðamillifærslur Landsbankans þann 6. október til að gera upp skuld bankans við MP banka.

Millifærslurnar voru tvær, báðar upp á tæplega 8 milljarða.

Lögunum um stórafgreiðslur var breytt í ágúst 2009, nokkrum dögum eftir að ný bankastjórn tók við Seðlabankanum. Í nýju lögunum er ein viðamikil breyting en þá var Seðlabankanum gert heimilt að veita leyfi til þáttöku í kerfinu undir skilyrðinum. Jafnframt var áframhaldandi þáttöku í kerfinu sett ákveðin skilyrði:

„Valdi áframhaldandi þátttaka í stórgreiðslukerfi truflunum, skapar hættu eða ógnar stöðugleika á einhvern hátt er Seðlabankanum heimilt að útiloka þátttakanda frá áframhaldandi þátttöku án fyrirvara eða tilkynningar."

Þessi heimild var ekki í gömlu reglunum - sem gerði hugsanlega að verkum að bankanum skorti úrræði til að stöðva hinar háu millifærslur - jafnvel þó stjórnendum bankans væri staða íslensku einkabankanna fyllilega ljós áður en millifærslurnar voru framkvæmdar.

Reglum um lokun stórgreiðslukerfisins var einnig breytt. Í gömlu reglunum stendur aðeins að kerfið loki klukkan fimm en heimilt sé að láta fara fram fleiri en eitt uppgjör á dag að fengnu samþykki bankans. Í nýju reglunum er þessi kafli viðameiri og bætt við að kalli sérstakar ástæður á það geti Seðlabankinn opnað kerfið utan hefðbundins opnunartíma.

Ekki fengust upplýsingar um klukkan hvað hinar umdeildu millifærslur fóru fram - hvort það hafi verið eftir hina frægu ræðu Geirs H. Haarde eða áður.


Tengdar fréttir

Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett

Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×