Skyndihjálparmaður ársins: Bjargaði lífi sonar síns 11. febrúar 2011 14:53 Ólafur Diðrik á lífgjöfina að þakka föður sínum, Ólafi Guðnasyni, sem var heiðraður í dag og útnefndur Skyndhjálparmaður ársins 2010 Mynd: Stefán Karlsson Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag klukkan tvö, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. Ólafur bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Þegar slysið varð var Ólafur eldri sofandi í farþegasætinu en Ólafur Diðrik keyrði bílinn. Ólafur Diðrik sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist, allar rúður brotnuðu og nota þurfti klippur til að ná Ólafi Diðriki út úr honum.Blæddi úr höfði Ólafur faðir Ólafs Diðriks rumskaði fyrst á hvolfi þegar bíllinn var í loftköstum á leið út af veginum. Hann komst að sjálfsdáðum út úr bílnum en skömmu síðar kom vegfarandi að sem hringdi í Neyðarlínuna 112. Ólafur kallaði í son sinn en hann svaraði ekki heldur umlaði og var greinilega með skerta meðvitund. Handleggurinn á honum lá út um gluggann á bílnum og höfuðið á gluggakarminum. Á höfðinu voru margir skurðir, höfuðleðrið hafði flest af og það fossblæddi úr hnakkanum. Ólafur notaði bol til að þrýsta á sárið og reyna að stöðva blæðinguna. Kraftaverk að Ólafur Diðrik lamaðist ekki Fleira fólk var þá komið á vettvangi og kona úr hópi viðstaddra lánaði honum handklæði til að vefja um höfuðið á Ólafi Diðriki. Síðar fengust betri þrýstiumbúðir til að gera að sárum hans. Ólafur Diðrik var aldrei með fullri meðvitund og barðist um en Ólafur faðir hans reyndi að tala við hann og halda honum rólegum á meðan þeir biðu eftir aðstoð sem barst um 40 mínútum eftir slysið. Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman í kringum bílinn og var einhver í sambandi við Neyðarlínuna alla tímann. Ólafur Diðrik var fyrst fluttur á Egilstaði og síðan til Reykjavíkur þar sem kom í ljós að hann var með brákaða höfuðkúpu og brákaða háls- og hryggjaliði. Ólafur eldri hefur unnið sem skipstjórnarmaður og er vanur að taka við stjórn við erfiðar aðstæður. Hann hefur farið á mörg skyndihjálparnámskeið hjá Slysavarnaskólanum, og kom kunnátta hans og þekking þaðan sér afar vel á þessari örlagastundu. Læknar telja það algert kraftaverk að Ólafur Diðrik skyldi ekki lamast. Þetta er í tíunda sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sex fá sérstaka viðurkenningu Sex aðrir einstaklingar hljóta einnig viðurkenningar hjá deildum Rauða krossins fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt. Þeir eru Ágúst Þorbjörnsson fyrir endurlífgun á félaga sínum sem starfar í næsta húsi við vélsmiðju hans á Hvammstanga; Sæþór Þorbergsson fyrir endurlífgun á gesti sem fór í hjartastopp í líkamsræktarstöð á Stykkishólmi; Erna Björg Gylfadóttir fyrir endurlífgun á systur sinni ásamt vinnufélögum í HB Granda á Akranesi; Borghildur Sverrisdóttir í Hafnarfirði fyrir að losa aðskotahlut úr hálsi á föður síns í sumarbústaðaferð fjölskyldunnar; Alfreð Gústaf Maríusson fyrir að endurlífga samstarfsmann sinn í grunnskóla í Hafnarfirði; og Benedikt Gröndal, einnig í Hafnarfirði, fyrir að losa aðskotahlut úr hálsi sonar síns. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag klukkan tvö, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. Ólafur bjargaði lífi sonar síns, Ólafs Diðriks Ólafssonar, með því að stöðva miklar blæðingar á höfði og handlegg hans þegar bíll þeirra valt á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði. Þegar slysið varð var Ólafur eldri sofandi í farþegasætinu en Ólafur Diðrik keyrði bílinn. Ólafur Diðrik sofnaði undir stýri og missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Bíllinn gjöreyðilagðist, allar rúður brotnuðu og nota þurfti klippur til að ná Ólafi Diðriki út úr honum.Blæddi úr höfði Ólafur faðir Ólafs Diðriks rumskaði fyrst á hvolfi þegar bíllinn var í loftköstum á leið út af veginum. Hann komst að sjálfsdáðum út úr bílnum en skömmu síðar kom vegfarandi að sem hringdi í Neyðarlínuna 112. Ólafur kallaði í son sinn en hann svaraði ekki heldur umlaði og var greinilega með skerta meðvitund. Handleggurinn á honum lá út um gluggann á bílnum og höfuðið á gluggakarminum. Á höfðinu voru margir skurðir, höfuðleðrið hafði flest af og það fossblæddi úr hnakkanum. Ólafur notaði bol til að þrýsta á sárið og reyna að stöðva blæðinguna. Kraftaverk að Ólafur Diðrik lamaðist ekki Fleira fólk var þá komið á vettvangi og kona úr hópi viðstaddra lánaði honum handklæði til að vefja um höfuðið á Ólafi Diðriki. Síðar fengust betri þrýstiumbúðir til að gera að sárum hans. Ólafur Diðrik var aldrei með fullri meðvitund og barðist um en Ólafur faðir hans reyndi að tala við hann og halda honum rólegum á meðan þeir biðu eftir aðstoð sem barst um 40 mínútum eftir slysið. Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman í kringum bílinn og var einhver í sambandi við Neyðarlínuna alla tímann. Ólafur Diðrik var fyrst fluttur á Egilstaði og síðan til Reykjavíkur þar sem kom í ljós að hann var með brákaða höfuðkúpu og brákaða háls- og hryggjaliði. Ólafur eldri hefur unnið sem skipstjórnarmaður og er vanur að taka við stjórn við erfiðar aðstæður. Hann hefur farið á mörg skyndihjálparnámskeið hjá Slysavarnaskólanum, og kom kunnátta hans og þekking þaðan sér afar vel á þessari örlagastundu. Læknar telja það algert kraftaverk að Ólafur Diðrik skyldi ekki lamast. Þetta er í tíunda sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Sex fá sérstaka viðurkenningu Sex aðrir einstaklingar hljóta einnig viðurkenningar hjá deildum Rauða krossins fyrir að hafa beitt skyndihjálp og bjargað lífi á eftirtektarverðan hátt. Þeir eru Ágúst Þorbjörnsson fyrir endurlífgun á félaga sínum sem starfar í næsta húsi við vélsmiðju hans á Hvammstanga; Sæþór Þorbergsson fyrir endurlífgun á gesti sem fór í hjartastopp í líkamsræktarstöð á Stykkishólmi; Erna Björg Gylfadóttir fyrir endurlífgun á systur sinni ásamt vinnufélögum í HB Granda á Akranesi; Borghildur Sverrisdóttir í Hafnarfirði fyrir að losa aðskotahlut úr hálsi á föður síns í sumarbústaðaferð fjölskyldunnar; Alfreð Gústaf Maríusson fyrir að endurlífga samstarfsmann sinn í grunnskóla í Hafnarfirði; og Benedikt Gröndal, einnig í Hafnarfirði, fyrir að losa aðskotahlut úr hálsi sonar síns.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent