Innlent

Stal 900 Ritalin töflum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn braust inn í Rimaapótek. Mynd/ Vilhelm.
Maðurinn braust inn í Rimaapótek. Mynd/ Vilhelm.
Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða langt fangelsi fyrir ítrekuð brot, meðal annars innbrot í apótek, ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis og að framvísa fölsuðum lyfsseðlum til að fá afhent læknadóp.

Maðurinn braust meðal annars inn Rimaapótek við Langarima þann 14. febrúar 2009 og stal þaðan 900 töflum af 10 mg Ritalin töflum, 300 hylkjum af Ritalin Uno og 375 töflum af Contalgin. Þá braust hann inn í apótekið Lyfjaval við Hæðarsmára 4 í Kópavogi og stal þaðan fimm pakkningum af lyfinu Madopar Quick.

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hann á töluvert langan sakaferil að baki, samkvæmt sakaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×