Erlent

Drakk kaffi og var í fartölvunni undir stýri

Þessi er að senda SMS og keyra bíl á miklum hraða.
Þessi er að senda SMS og keyra bíl á miklum hraða. mynd tengist frétt ekki beint
Þau er jafn ólík og þau eru mörg málin sem lögreglumenn þurfa að kljást við í daglegum störfum sínum. Í sérstöku átaki hjá lögreglunni í bænum Hampshire í Englandi á dögunum kom í ljós að ökumenn virtust vera uppteknir við að gera eitthvað allt annað en að keyra bílinn sinn.

Lögreglumenn gómuðu einn ökumann sem var í fartölvunni sinni og hélt á kaffibolla á meðan hann keyrði bíl sínum um götur bæjarins. Þá var einn tekinn að borða peru með hníf undir stýri og annar var að skrifa svör niður á blað í spurningaleik sem var í útvarpinu.

Samtals voru 84 ökumenn stöðvaðir og voru 39 þeirra teknir fyrir að tala í símann undir stýri.

Lögreglumaður í bænum segir að átakið sýni að ökumenn eru ekki nógu varkárir undir stýri. „Þetta sendir vonandi skilaboð til ökumanna. Ef þú ert tekinn að tala í farsíma undir stýri færðu 60 punda [Um 11 þúsund krónur] sekt og þrjá ökupunkta í ökuferilsskránna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×