Kubica haldið sofandi næstu 24 tíma 7. febrúar 2011 13:39 Frá staðnum sem óhappið varð í gær. Kubica ók á vegrið sem stakkst inn í bílinn og skaðaði hann. Mynd: AP Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica
Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira