Loftslagsráðstefnan í Cancún Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. janúar 2011 06:00 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um ýmis mikilvæg atriði í loftslagsmálum. Hluta af árangrinum má einfaldlega þakka því að væntingum var í hóf stillt, öfugt við það sem var í Kaupmannahöfn 2009, þegar mistókst að ná settu markmiði um lagalega bindandi framtíðarsamkomulag í loftslagsmálum. Það eru líka blikur á lofti um framhaldið og óvíst hvað tekur við þegar fyrsta skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar lýkur í árslok 2012. Því má þó ekki gleyma að loftslagsbreytingar eru kannski flóknasta og erfiðasta verkefnið sem þjóðir heims glíma við og í Cancún voru gefin vilyrði um stóreflt starf á sviðum sem geta skilað raunverulegum árangri. Í Cancún var ákveðið að auka framlög til loftslagsverkefna í þróunarríkjunum, með það að markmiði að árleg framlög yrðu um 100 milljarðar Bandaríkjadala árið 2020. Þróunaraðstoð Íslands hefur dregist saman í kreppunni, en í framtíðinni munu verkefni sem hjálpa fátækum ríkjum að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga fá aukinn sess í slíkri aðstoð. Þá var einnig ákveðið að efla mjög starf að þróun og dreifingu loftslagsvænnar tækni. Þar geta leynst tækifæri fyrir Ísland, en hér á landi eru ýmsir vaxtarbroddar á þessu sviði. Grunnur var lagður að stóru alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að draga úr eyðingu skóga í hitabeltinu og samþykkt að efla aðstoð við fátæk ríki sem þurfa mest að laga sig að afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland styður viðleitni við að koma á lagalega bindandi alþjóðlegu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum, þar sem öll þróuð ríki og stór og vaxandi þróunarríki eins og Kína, Indland og Brasilía axla ábyrgð við að draga úr losun. Stefnt er að því að ná slíku samkomulagi í lok þessa árs, en óvíst er um árangur, því mikið ber á milli ríkja við mat á réttlátri skiptingu byrða og lagalegan búning samkomulags, þótt aukinn samhljómur hafi náðst um markmið, aðgerðir og fjármögnun í Cancún. Ísland hefur lagt sérstaka áherslu á tvennt í yfirstandandi samningaviðræðum, annars vegar jafnréttismál og hins vegar tillögu um endurheimt votlendis til að draga úr losun. Ísland hefur komið texta um jafnrétti kynjanna víða að í samningstextanum, sem mun greiða fyrir virkri aðkomu kvenna í þeim verkefnum sem lagt verður af stað með á grundvelli Cancún-samkomulagsins. Áhersla á jafnrétti kynjanna í slíkum verkefnum er ekki einungis réttlætismál, heldur sýnir reynslan að aukið ákvörðunarvald og fræðsla til kvenna leiðir til betri árangurs í verkefnum sem t.d. búa samfélög undir að laga landbúnað að breyttu loftslagi eða styrkja viðbrögð við náttúruhamförum. Engin tilvísun var í jafnrétti kynjanna í samningstextum fyrir tveimur árum, þegar Ísland kom með fyrstu tillögur á því sviði, en nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Tillaga Íslands um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð var líka samþykkt í Cancún, þótt hún öðlist ekki fullt vægi nema með samkomulagi um framhald Kýótó-bókunarinnar eftir 2012. Þetta er fyrsta breytingin á aðferðarfræði Kýótó sem hlýtur samþykki frá því bókunin gekk í gildi, en mikill fjöldi slíkra tillagna er á borðinu. Frumkvæði Íslands í þessum efnum hefur vakið nokkra athygli, þar sem losun frá framræstu votlendi á heimsvísu er veruleg, meiri en t.d. frá allri flugumferð. Vernd og endurheimt votlendis er mikilsvert mál bæði hvað varðar vernd lífríkis og loftslags jarðar. Það er því margt jákvætt sem kom út úr Cancún-fundinum, sem vonandi markar upphafið að auknu trausti milli ríkja og efldu starfi við aðgerðir sem skila raunverulegum árangri í loftslagsmálum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun