Strákarnir sem eiga hugi og hjörtu íslenskra ungmenna 3. janúar 2011 00:00 Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Alexander og Haraldur eru bestu vinir. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini í menntaskóla og vorum svona kunningjar þá. Síðan urðum við bestu vinir þegar við fórum að vinna saman á Karamba,“ segir Haraldur Ari, sem er skráður töframaður í símaskrá og er liðsmaður í Retro Stefson, einni vinsælustu hljómsveit landsins. Haraldur Ari segist ekki hafa gengið með kvikmyndastjörnudrauminn í maganum en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Stefán Jónsson, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands. „Ég var viðloðandi leikhúsin frá barnsaldri og hafði þetta alltaf bak við eyrað. Svo kom þetta hálfpartinn aftan að manni í menntaskóla þegar maður fór að leika með leikfélaginu þar,“ segir Haraldur, sem býst fastlega við því að gera eitthvað meira með leiklistina í framtíðinni. Alexander hefur hins vegar alltaf gengið með þann draum í maganum að verða kvikmyndastjarna og er kominn nokkuð langt á leið með þann draum. Gauragangur hefur fengið prýðisgóða dóma en Alexander hefur hins vegar enn ekki fengið að kynnast einum af sætum bikurum frægðarinnar, vinabeiðnir frá hinu kyninu á Facebook eru ekki enn orðnar óeðlilega margar. „Ekkert í líkingu við það sem Óróastrákarnir hafa sagt mér, þeir státa af miklu, miklu fleiri. En það er aldrei að vita, kannski stend ég uppi sem lúmskur sigurvegari að lokum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Alexander Briem, Atli Óskar Fjalarsson og Haraldur Ari Stefánsson eru heitustu drengirnir á Íslandi í dag. Atli Óskar og Haraldur Ari urðu miklir mátar þegar þeir fóru á kostum í unglingamyndinni Óróa sem naut mikilla vinsælda í sumar. Atli Óskar fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni Gauragangi sem frumsýnd var á annan í jólum og þar þykir Alexander Briem fara á kostum í hlutverki Orms Óðinssonar. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Alexander og Haraldur eru bestu vinir. „Við kynntumst í gegnum sameiginlega vini í menntaskóla og vorum svona kunningjar þá. Síðan urðum við bestu vinir þegar við fórum að vinna saman á Karamba,“ segir Haraldur Ari, sem er skráður töframaður í símaskrá og er liðsmaður í Retro Stefson, einni vinsælustu hljómsveit landsins. Haraldur Ari segist ekki hafa gengið með kvikmyndastjörnudrauminn í maganum en hann á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hans er Stefán Jónsson, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands. „Ég var viðloðandi leikhúsin frá barnsaldri og hafði þetta alltaf bak við eyrað. Svo kom þetta hálfpartinn aftan að manni í menntaskóla þegar maður fór að leika með leikfélaginu þar,“ segir Haraldur, sem býst fastlega við því að gera eitthvað meira með leiklistina í framtíðinni. Alexander hefur hins vegar alltaf gengið með þann draum í maganum að verða kvikmyndastjarna og er kominn nokkuð langt á leið með þann draum. Gauragangur hefur fengið prýðisgóða dóma en Alexander hefur hins vegar enn ekki fengið að kynnast einum af sætum bikurum frægðarinnar, vinabeiðnir frá hinu kyninu á Facebook eru ekki enn orðnar óeðlilega margar. „Ekkert í líkingu við það sem Óróastrákarnir hafa sagt mér, þeir státa af miklu, miklu fleiri. En það er aldrei að vita, kannski stend ég uppi sem lúmskur sigurvegari að lokum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“