Erlent

Fékk heilablóðfall og fór að tala með kínverskum hreim

Debbie vaknaði einn daginn og fór að tala með kínverskum hreim. Skjáskot af heimasíðu Daily Mail.
Debbie vaknaði einn daginn og fór að tala með kínverskum hreim. Skjáskot af heimasíðu Daily Mail.
Hin tæplega fimmtuga Debbie McCann, sem er fædd og uppalin í Skotlandi, fékk heilablóðfall í nóvember á síðasta ári. Í fyrstu gat Debbie ekki talað en þegar hún fékk loksins málið á ný kom í ljós að hún talaði með kínverskum hreim.

Tilfellið sem um ræðir er afar sjaldgæft en ekki óþekkt. Um er að ræða einkenni sem kallast á ensku Foreign Accent Syndrome, sem mætti þýða sem erlenda framburðarheilkennið.

Samkvæmt fréttavef Daily Mail hafa sextíu slík tilvik greinst í heiminum frá upphafi. Debbie þurfti að læra að tala upp á nýtt, en áður en henni tókst að endurheimta þykkan skoskan hreiminn, fór hún að tala með ítölskum hreim. Þess má geta að Debbie hefur aldrei farið til Kína eða Ítalíu.

Hún segist hafa hlegið af heilkenninu til að byrja með, en áður um langt leið var hreimurinn orðinn að martröð. Debbie fór að óttast að tala og vildi helst ekki ræða við neinn í síma. Samlandar hennar spurðu hana ítrekað hvaðan hún væri og vildu ekki trúa því þegar hún sagðist vera frá Glasgow.

Hjá sumum hverfa heilkenninn á einu ári eða tveimur. Aðrir tala með erlendum hreim alla sína ævi.

Hæg er að lesa viðtalið við Debbie hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×