Að selja hugmyndir Ingvar Hjálmarsson skrifar 6. júlí 2011 00:01 Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hugmyndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, einhverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hugmyndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur. Oft á tíðum eru einkaleyfi seld dýrum dómum eða fyrirtækjum seld leyfi til að nýta sér hugmyndir annarra. Þessi grein fjallar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef þú vilt selja hugmyndina þína. 1. Pakkaðu inn hugmyndinniÞetta mikilvæga skref snýst um að pakka hugmyndinni inn þannig að aðrir geti skilið út á hvað hún gengur. Vel innpökkuð hugmynd lýsir því vel hvernig hún nýtist endanotanda ásamt því að sýna fram á mögulega nýtingu fyrir þann sem myndi kaupa af þér hugmyndina. Þó hugmynd þín snúist hugsanlega um ákveðna vöru eða þjónustu þá er verkefni þitt að selja viðskiptahugmynd, þ.e. sá sem ætlar að kaupa af þér hugmynd þarf að sjá fram á hvernig hægt er að fá fjárfestinguna til baka. Þetta þýðir að þó þú ætlir þér ekki að útfæra hugmynd þína, þá þarftu engu að síður að útbúa viðskiptaáætlun sem nýtist þér við söluna á hugmyndinni. Kaupandinn getur notað hana til að sjá betur fyrir sér möguleikana sem í hugmyndinni búa. Þetta skref krefst þess líka að þú hafir grun um hvaða verð þú vilt fá fyrir hugmyndina. Verðið ræðst af mörgum þáttum, s.s. mögulegum fjárhagslegum ávinningi kaupandans, hvort varan sé með einkaleyfi, hveru auðvelt er að gera sambærilega vöru og ýmislegt fleira. Þú þarft að hafa hugmynd um verðið sem þú vilt fá ef þú vilt selja hugmyndina. 2. Hugsaðu um varnirÁður en þú selur hugmyndina þína þarftu að hugsa um hvernig þú ferð að því að vernda hana fyrir stuldi. Ef hugmynd er góð gætu margir séð sér hag í að nýta hana – án þess að hugmyndasmiðurinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Til eru nokkrar leiðir til að vernda hugmyndir. Afar algengt er að hugmyndasmiður og hugsanlegur kaupandi undirriti svokallaðan leyndarsamning. Á ensku kallast þetta „Non-disclocure Agreement“ eða NDA. Í þessum samningi er tekið á því hvaða upplýsingar eru látnar af hendi, hvaða leyfi er gefið til að nýta þær og hvernig viðtakandinn skal fara með upplýsingarnar sem hann fær í hendur. Ef þú hefur ekki gert slíka samninga áður má víða fá ráðgjöf um slíka samninga, s.s. hjá Impru. Mjög þekkt leið til verndunar á hugmynd eru einkaleyfi. Einkaleyfi veita ákveðna vörn gegn því að aðrir geti nýtt sér hugmyndina þína. Oft setja kaupendur að hugmyndum skilyrði um að vara sé einkaleyfishæf, eða jafnvel að hugmyndin sé komin með einkaleyfi. Þetta er þó alls ekki alltaf raunin. Einkaleyfisferlið kostar peninga og getur verið dýrt ef ekki er rétt að því staðið. Hægt er að fá ráðgjöf um einkaleyfisferlið hjá sérstökum fyrirtækjum á Íslandi og hjá Impru. Einnig eru til fleiri leiðir til að vernda hugmyndina þína, s.s. skráning vörumerkja, höfundarréttur og hönnunarvernd. Leitaðu aðstoðar hjá sérfróðum aðilum til að athuga hvaða vernd á best við þína hugmynd. 3. Söluferlið sjálftAð selja hugmynd er eins og hvert annað söluferli. Þú þarft að vinna mikla undirbúningsvinnu áður en þú reynir að hitta mögulega kaupendur. a) Gerðu góða rannsókn á því hverjir gætu notað hugmynd þína. Þú þarft að skilja þann markað vel svo að þú getir áttað þig á því hvaða fyrirtæki eru með best aðgengi að þeim markhópi. b) Skoðaðu gaumgæfilega hvaða fyrirtæki það eru sem nálgast þann markhóp. Þú skalt læra allt um þessi fyrirtæki því þú þarft að skilja vel hvernig hugmyndin þín getur hjálpað þessum fyrirtækjum að þjónusta sinn markhóp betur. Mundu að þú ert að selja þeim viðskiptahugmynd líka. Þarna koma þættir inn eins og sölunetið sem fyrirtækin hafa, möguleikarnir sem þau hafa til að klára útfærsluna á vörunni þinni, þeirra núverandi vöruframboð og margt fleira. c) Reyndu að komast að því hverjir innan fyrirtækisins væru líklegir til að hlusta á þig fyrst. Þú þarft alls ekki að byrja á forstjóranum þó svo að á seinni stigum sé nauðsynlegt að komast að þeim sem taka ákvarðanirnar. Þú skalt reyna að finna einhverja sem gætu séð möguleikana og þannig orðið bandamenn þínir innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina. d) Skrifaðu hjá þér lýsingu á hugmyndinni sem lýsir henni samt mjög lauslega. Talaðu meira um möguleikana sem hugmyndin opnar í stað þess að lýsa henni í þaula. Mundu að í fyrsta samtali við mögulega kaupendur er ekki búið að skrifa undir leyndarsamning. Ef þú ert kominn með einkaleyfi á hugmyndinni þá er mjög gott að nefna það strax í fyrsta samtali. e) Næst skaltu reyna að hafa samband við rétta aðila innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina og lýsa hugmyndinni eins og talað er um í skrefinu hér að ofan. f) Sýni væntanlegur kaupandi áhuga skaltu reyna að fá undirritað leyndarskjal sem verndar hugmynd þína ef þú ert ekki með einkaleyfi á henni. g) Eftir þetta geturðu lýst hugmyndinni betur og reynt að fá aðgengi að þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækjunum. Takist það geta samningaviðræður hafist. Þó svo að hugmyndaríkir einstaklingar ætli sér ekki að klára útfærslu á hugmynd sinni þá krefst það töluverðrar vinnu að selja hugmynd sína áfram. Með réttum vinnubrögðum og öllum þeim möguleikum, sem eru í boði fyrir ráðgjöf af þessu tagi, áttu góða möguleika á að koma hugmynd þinni í söluhæft form. Þú þarft að vernda hugmynd þína vel áður en þú leggur af stað og kaupandinn þarf að fá raunveruleg verðmæti úr hugmyndinni þinni ef hann á að kaupa hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kraftmiklir frumkvöðlar lenda oft í þeirri aðstöðu að þeir fá hugmyndir að verkefnum, vörum eða þjónustu sem þeir geta ekki, einhverra hluta vegna, fylgt eftir sjálfir. Í stað þess að láta þessar hugmyndir falla í gleymsku er ávallt möguleiki að pakka hugmyndinni þannig inn að einhver sjái færi í því að kaupa hana af hugmyndasmiðnum og útfæra hugmyndina sjálfur. Oft á tíðum eru einkaleyfi seld dýrum dómum eða fyrirtækjum seld leyfi til að nýta sér hugmyndir annarra. Þessi grein fjallar um nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef þú vilt selja hugmyndina þína. 1. Pakkaðu inn hugmyndinniÞetta mikilvæga skref snýst um að pakka hugmyndinni inn þannig að aðrir geti skilið út á hvað hún gengur. Vel innpökkuð hugmynd lýsir því vel hvernig hún nýtist endanotanda ásamt því að sýna fram á mögulega nýtingu fyrir þann sem myndi kaupa af þér hugmyndina. Þó hugmynd þín snúist hugsanlega um ákveðna vöru eða þjónustu þá er verkefni þitt að selja viðskiptahugmynd, þ.e. sá sem ætlar að kaupa af þér hugmynd þarf að sjá fram á hvernig hægt er að fá fjárfestinguna til baka. Þetta þýðir að þó þú ætlir þér ekki að útfæra hugmynd þína, þá þarftu engu að síður að útbúa viðskiptaáætlun sem nýtist þér við söluna á hugmyndinni. Kaupandinn getur notað hana til að sjá betur fyrir sér möguleikana sem í hugmyndinni búa. Þetta skref krefst þess líka að þú hafir grun um hvaða verð þú vilt fá fyrir hugmyndina. Verðið ræðst af mörgum þáttum, s.s. mögulegum fjárhagslegum ávinningi kaupandans, hvort varan sé með einkaleyfi, hveru auðvelt er að gera sambærilega vöru og ýmislegt fleira. Þú þarft að hafa hugmynd um verðið sem þú vilt fá ef þú vilt selja hugmyndina. 2. Hugsaðu um varnirÁður en þú selur hugmyndina þína þarftu að hugsa um hvernig þú ferð að því að vernda hana fyrir stuldi. Ef hugmynd er góð gætu margir séð sér hag í að nýta hana – án þess að hugmyndasmiðurinn fái nokkuð fyrir sinn snúð. Til eru nokkrar leiðir til að vernda hugmyndir. Afar algengt er að hugmyndasmiður og hugsanlegur kaupandi undirriti svokallaðan leyndarsamning. Á ensku kallast þetta „Non-disclocure Agreement“ eða NDA. Í þessum samningi er tekið á því hvaða upplýsingar eru látnar af hendi, hvaða leyfi er gefið til að nýta þær og hvernig viðtakandinn skal fara með upplýsingarnar sem hann fær í hendur. Ef þú hefur ekki gert slíka samninga áður má víða fá ráðgjöf um slíka samninga, s.s. hjá Impru. Mjög þekkt leið til verndunar á hugmynd eru einkaleyfi. Einkaleyfi veita ákveðna vörn gegn því að aðrir geti nýtt sér hugmyndina þína. Oft setja kaupendur að hugmyndum skilyrði um að vara sé einkaleyfishæf, eða jafnvel að hugmyndin sé komin með einkaleyfi. Þetta er þó alls ekki alltaf raunin. Einkaleyfisferlið kostar peninga og getur verið dýrt ef ekki er rétt að því staðið. Hægt er að fá ráðgjöf um einkaleyfisferlið hjá sérstökum fyrirtækjum á Íslandi og hjá Impru. Einnig eru til fleiri leiðir til að vernda hugmyndina þína, s.s. skráning vörumerkja, höfundarréttur og hönnunarvernd. Leitaðu aðstoðar hjá sérfróðum aðilum til að athuga hvaða vernd á best við þína hugmynd. 3. Söluferlið sjálftAð selja hugmynd er eins og hvert annað söluferli. Þú þarft að vinna mikla undirbúningsvinnu áður en þú reynir að hitta mögulega kaupendur. a) Gerðu góða rannsókn á því hverjir gætu notað hugmynd þína. Þú þarft að skilja þann markað vel svo að þú getir áttað þig á því hvaða fyrirtæki eru með best aðgengi að þeim markhópi. b) Skoðaðu gaumgæfilega hvaða fyrirtæki það eru sem nálgast þann markhóp. Þú skalt læra allt um þessi fyrirtæki því þú þarft að skilja vel hvernig hugmyndin þín getur hjálpað þessum fyrirtækjum að þjónusta sinn markhóp betur. Mundu að þú ert að selja þeim viðskiptahugmynd líka. Þarna koma þættir inn eins og sölunetið sem fyrirtækin hafa, möguleikarnir sem þau hafa til að klára útfærsluna á vörunni þinni, þeirra núverandi vöruframboð og margt fleira. c) Reyndu að komast að því hverjir innan fyrirtækisins væru líklegir til að hlusta á þig fyrst. Þú þarft alls ekki að byrja á forstjóranum þó svo að á seinni stigum sé nauðsynlegt að komast að þeim sem taka ákvarðanirnar. Þú skalt reyna að finna einhverja sem gætu séð möguleikana og þannig orðið bandamenn þínir innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina. d) Skrifaðu hjá þér lýsingu á hugmyndinni sem lýsir henni samt mjög lauslega. Talaðu meira um möguleikana sem hugmyndin opnar í stað þess að lýsa henni í þaula. Mundu að í fyrsta samtali við mögulega kaupendur er ekki búið að skrifa undir leyndarsamning. Ef þú ert kominn með einkaleyfi á hugmyndinni þá er mjög gott að nefna það strax í fyrsta samtali. e) Næst skaltu reyna að hafa samband við rétta aðila innan fyrirtækisins sem á að kaupa hugmyndina og lýsa hugmyndinni eins og talað er um í skrefinu hér að ofan. f) Sýni væntanlegur kaupandi áhuga skaltu reyna að fá undirritað leyndarskjal sem verndar hugmynd þína ef þú ert ekki með einkaleyfi á henni. g) Eftir þetta geturðu lýst hugmyndinni betur og reynt að fá aðgengi að þeim sem taka ákvarðanir í fyrirtækjunum. Takist það geta samningaviðræður hafist. Þó svo að hugmyndaríkir einstaklingar ætli sér ekki að klára útfærslu á hugmynd sinni þá krefst það töluverðrar vinnu að selja hugmynd sína áfram. Með réttum vinnubrögðum og öllum þeim möguleikum, sem eru í boði fyrir ráðgjöf af þessu tagi, áttu góða möguleika á að koma hugmynd þinni í söluhæft form. Þú þarft að vernda hugmynd þína vel áður en þú leggur af stað og kaupandinn þarf að fá raunveruleg verðmæti úr hugmyndinni þinni ef hann á að kaupa hana.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar