Mótmælendur fara hvergi 8. febrúar 2011 06:00 Tugir þúsunda mótmæla enn. Nærri þrjú hundruð manns hafa látið lífið. Mynd / Nordicphotos/AFP Efnahagslífið í Egyptalandi er að komast í gang að nýju eftir rúmlega vikulanga lömun. Skólar voru þó áfram lokaðir í gær. „Þetta er miklu betra en í gær eða fyrradag. Venjulegt fólk er komið á stjá og skoðar sig um. Við erum meira að segja með umferðarteppu,“ hafði AP-fréttastofan eftir Ahmed Mohammed, 65 ára verslunareiganda í Kaíró. Átján milljónir manna búa í borginni, sem lamaðist að mestu fyrir rúmri viku. Flestum fyrirtækjum var lokað og umferð var nánast engin, því þótt fjöldi fólks hafi tekið þátt í mótmælunum þá hreiðruðu flestir um sig heima hjá sér. Tugir þúsunda manna voru þó enn á Tahrir-torgi í Kaíró að mótmæla Hosni Mubarak forseta. Mótmælendurnir hafa ekki gert sér að góðu loforð Mubaraks um að bjóða sig ekki fram aftur og segjast margir ætla að halda kyrru fyrir á torginu þar til hann hefur sagt af sér. Stjórnin tilkynnti í gær að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 15 prósent í von um að sefa óánægju almennings. Eftir viðræður við helstu hópa stjórnarandstöðunnar á sunnudag lofaði stjórnin einnig því að láta rannsaka kosningasvindl og spillingu. Þá var Wael Ghonim, framkvæmdastjóri Google í Egyptalandi, látinn laus í gær eins og stjórnin hafði lofað. Hann var einn forystumanna mótmælenda en var handtekinn 28. janúar, þremur dögum eftir að mótmælin hófust. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja 297 manns hafa látið lífið í átökum síðan mótmælin í Egyptalandi hófust fyrir hálfum mánuði. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka, þrátt fyrir að rólegra hafi verið yfir mótmælunum allra síðustu dagana. Meðal stjórnarandstöðuhópanna, sem stjórnin ræddi við á sunnudag, er Bræðralag múslima, sem í kjölfarið lýsti því yfir að það krefjist þess ekki lengur að Mubarak segi af sér fyrir kosningarnar, sem til stóð að halda í haust. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Efnahagslífið í Egyptalandi er að komast í gang að nýju eftir rúmlega vikulanga lömun. Skólar voru þó áfram lokaðir í gær. „Þetta er miklu betra en í gær eða fyrradag. Venjulegt fólk er komið á stjá og skoðar sig um. Við erum meira að segja með umferðarteppu,“ hafði AP-fréttastofan eftir Ahmed Mohammed, 65 ára verslunareiganda í Kaíró. Átján milljónir manna búa í borginni, sem lamaðist að mestu fyrir rúmri viku. Flestum fyrirtækjum var lokað og umferð var nánast engin, því þótt fjöldi fólks hafi tekið þátt í mótmælunum þá hreiðruðu flestir um sig heima hjá sér. Tugir þúsunda manna voru þó enn á Tahrir-torgi í Kaíró að mótmæla Hosni Mubarak forseta. Mótmælendurnir hafa ekki gert sér að góðu loforð Mubaraks um að bjóða sig ekki fram aftur og segjast margir ætla að halda kyrru fyrir á torginu þar til hann hefur sagt af sér. Stjórnin tilkynnti í gær að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 15 prósent í von um að sefa óánægju almennings. Eftir viðræður við helstu hópa stjórnarandstöðunnar á sunnudag lofaði stjórnin einnig því að láta rannsaka kosningasvindl og spillingu. Þá var Wael Ghonim, framkvæmdastjóri Google í Egyptalandi, látinn laus í gær eins og stjórnin hafði lofað. Hann var einn forystumanna mótmælenda en var handtekinn 28. janúar, þremur dögum eftir að mótmælin hófust. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja 297 manns hafa látið lífið í átökum síðan mótmælin í Egyptalandi hófust fyrir hálfum mánuði. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka, þrátt fyrir að rólegra hafi verið yfir mótmælunum allra síðustu dagana. Meðal stjórnarandstöðuhópanna, sem stjórnin ræddi við á sunnudag, er Bræðralag múslima, sem í kjölfarið lýsti því yfir að það krefjist þess ekki lengur að Mubarak segi af sér fyrir kosningarnar, sem til stóð að halda í haust. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira