Lítur á greiðslurnar sem skilasvik 20. janúar 2011 18:13 Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum í dag beinast meðal annars að þessu. Saksóknari lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Lögreglumenn frá sérstökum saksóknara voru mættir í höfuðstöðvar MP banka í Ármúla laust eftir klukkan tíu í morgun, að sögn Gunnars Karl Guðmundssonar, forstjóra bankans. Þá var gerð húsleit hjá Straumi fjárfestingarbanka, sem í dag starfar undir heitinu ALMC og þá gerðist sá óvenjulegi atburður að húsleit var framkvæmd í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Rannsókn sérstaks saksóknara beinist meðal annars að því að milljarðar króna voru millifærðir af reikningi Landsbankans hér í Seðlabankanum inn á reikninga í eigu Straums og MP banka hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Millifærslan til MP banka var til þess að gera upp skuld Landsbankans í svokölluðum endurhverfum viðskiptum, viðskiptum sem nefnd hafa verið ástarbréf. Þau virkuðu þannig að þegar lánsfé þvarr og stóru bankarnir fengu ekki frekari lán hjá Seðlabankanum fengu smærri fjármálafyrirtæki, eins og MP banki, lán hjá Seðlabankanum sem þau endurlánuðu svo til stóru bankanna gegn veðum í hlutabréfum þeirra. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að upphæðin sem millifærð hafi verið inn á reikninga MP banka hlaupi á milljörðum króna, en við það var tjón MP banka af ástarbréfaviðskiptunum takmarkað verulega. Í tilviki Straums var um að ræða lánalínu hjá Landsbankanum, en meðan allt var á suðupunkti munu starfsmenn Straums hafa fengið fyrirmæli um að draga á línuna meðan Landsbankinn var enn opinn. Grunur leikur á að þessar millifærslur falli undir skilasvik í 250. gr. almennra hegningarlaga og með þeim hafi kröfuhöfum bankans verið mismunað með millifærslum í miðju hruni, en brotið getur varðað allt að sex ára fangelsi. „Það er þessi tímasetning sem er fyrst og fremst til skoðunar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en hann lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Annars vegar um að ræða millifærslur til Straums en stærstu hluthafar beggja banka voru Björgólfsfeðgar. Talsmaður Björgólfs Thors sagði við Stöð 2 í dag að saksóknari hefði ekki óskað eftir upplýsingum frá honum í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, var handtekinn í morgun en hann hafði yfirumsjón með endurhverfu viðskiptunum hjá Landsbankanum. Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar bankans, var einnig handtekinn og færður til skýrslutöku hjá saksóknara. Sérstakur saksóknari er einnig að rannsaka kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem áttu sér stað sama dag 6. október 2008, en Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi forstöðumaður Landsvaka var handtekinn í morgun. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum hinna handteknu. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum í dag beinast meðal annars að þessu. Saksóknari lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Lögreglumenn frá sérstökum saksóknara voru mættir í höfuðstöðvar MP banka í Ármúla laust eftir klukkan tíu í morgun, að sögn Gunnars Karl Guðmundssonar, forstjóra bankans. Þá var gerð húsleit hjá Straumi fjárfestingarbanka, sem í dag starfar undir heitinu ALMC og þá gerðist sá óvenjulegi atburður að húsleit var framkvæmd í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Rannsókn sérstaks saksóknara beinist meðal annars að því að milljarðar króna voru millifærðir af reikningi Landsbankans hér í Seðlabankanum inn á reikninga í eigu Straums og MP banka hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Millifærslan til MP banka var til þess að gera upp skuld Landsbankans í svokölluðum endurhverfum viðskiptum, viðskiptum sem nefnd hafa verið ástarbréf. Þau virkuðu þannig að þegar lánsfé þvarr og stóru bankarnir fengu ekki frekari lán hjá Seðlabankanum fengu smærri fjármálafyrirtæki, eins og MP banki, lán hjá Seðlabankanum sem þau endurlánuðu svo til stóru bankanna gegn veðum í hlutabréfum þeirra. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að upphæðin sem millifærð hafi verið inn á reikninga MP banka hlaupi á milljörðum króna, en við það var tjón MP banka af ástarbréfaviðskiptunum takmarkað verulega. Í tilviki Straums var um að ræða lánalínu hjá Landsbankanum, en meðan allt var á suðupunkti munu starfsmenn Straums hafa fengið fyrirmæli um að draga á línuna meðan Landsbankinn var enn opinn. Grunur leikur á að þessar millifærslur falli undir skilasvik í 250. gr. almennra hegningarlaga og með þeim hafi kröfuhöfum bankans verið mismunað með millifærslum í miðju hruni, en brotið getur varðað allt að sex ára fangelsi. „Það er þessi tímasetning sem er fyrst og fremst til skoðunar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en hann lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Annars vegar um að ræða millifærslur til Straums en stærstu hluthafar beggja banka voru Björgólfsfeðgar. Talsmaður Björgólfs Thors sagði við Stöð 2 í dag að saksóknari hefði ekki óskað eftir upplýsingum frá honum í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, var handtekinn í morgun en hann hafði yfirumsjón með endurhverfu viðskiptunum hjá Landsbankanum. Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar bankans, var einnig handtekinn og færður til skýrslutöku hjá saksóknara. Sérstakur saksóknari er einnig að rannsaka kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem áttu sér stað sama dag 6. október 2008, en Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi forstöðumaður Landsvaka var handtekinn í morgun. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum hinna handteknu.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira