Jón Gústafs í klóm indversk svikahrapps 23. nóvember 2011 09:00 „Þetta var allt mjög fjarstæðukennt en á eftir að lifa lengi í minningunni," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Gústafsson, sem komst í kynni við indverskan svikahrapp um helgina. Jón glataði þó engum peningum eða eignum heldur varð vitni að leikfléttu sem gerði svikahrappnum kleift að leika tveimur skjöldum á indverskri barnamyndahátíð í Hyderabad. Jón var staddur á kvikmyndahátíðinni með stuttmyndina In a Heartbeat en sjá má sýnishorn úr henni hér fyrir ofan. Indverski svikahrappurinn, sem gekk undir nafninu Dr. Ruccess, gerði vart við sig strax á fyrsta degi og tókst með klókindum að útvega sér bæði forgangspassa og hótelgistingu. Hann límdi sig á erlendu kvikmyndagerðarmennina og segir Jón að hann hafi hagað sér eins og ofdekraður opinber embættismaður. „Það er allt í frekar miklu kaosi á Indlandi og maður vissi aldrei almennilega hver var hvað," segir Jón. Dr. Ruccess fór fljótlega að haga sér eins og sérstakur tengiliður erlendu kvikmyndagerðarmannanna, útvegaði viðtöl við fjölmiðla og talaði um leyndardómsfull skilaboð í kvikmyndum.Jón Gústafsson.Að endingu fóru að renna tvær grímur á Jón og félaga og þeir komu sér upp sérstöku kerfi til að reyna að hundsa hann. Dr. Ruccess var loks handtekinn fyrir utan hótel kvikmyndahátíðarinnar eftir að hafa reynt að leggja hendur á breskan kvikmyndagerðarmann. „Hann vildi fá að vita af hverju hann hefði verið settur til hliðar," segir Jón, sem á sennilega aldrei eftir að gleyma hinum indverska doktor. -fgg Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Þetta var allt mjög fjarstæðukennt en á eftir að lifa lengi í minningunni," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Gústafsson, sem komst í kynni við indverskan svikahrapp um helgina. Jón glataði þó engum peningum eða eignum heldur varð vitni að leikfléttu sem gerði svikahrappnum kleift að leika tveimur skjöldum á indverskri barnamyndahátíð í Hyderabad. Jón var staddur á kvikmyndahátíðinni með stuttmyndina In a Heartbeat en sjá má sýnishorn úr henni hér fyrir ofan. Indverski svikahrappurinn, sem gekk undir nafninu Dr. Ruccess, gerði vart við sig strax á fyrsta degi og tókst með klókindum að útvega sér bæði forgangspassa og hótelgistingu. Hann límdi sig á erlendu kvikmyndagerðarmennina og segir Jón að hann hafi hagað sér eins og ofdekraður opinber embættismaður. „Það er allt í frekar miklu kaosi á Indlandi og maður vissi aldrei almennilega hver var hvað," segir Jón. Dr. Ruccess fór fljótlega að haga sér eins og sérstakur tengiliður erlendu kvikmyndagerðarmannanna, útvegaði viðtöl við fjölmiðla og talaði um leyndardómsfull skilaboð í kvikmyndum.Jón Gústafsson.Að endingu fóru að renna tvær grímur á Jón og félaga og þeir komu sér upp sérstöku kerfi til að reyna að hundsa hann. Dr. Ruccess var loks handtekinn fyrir utan hótel kvikmyndahátíðarinnar eftir að hafa reynt að leggja hendur á breskan kvikmyndagerðarmann. „Hann vildi fá að vita af hverju hann hefði verið settur til hliðar," segir Jón, sem á sennilega aldrei eftir að gleyma hinum indverska doktor. -fgg
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira