Ráðhúsvörður leitaði horfins borgarfulltrúa 7. janúar 2011 05:00 Eva Einarsdóttir er búin að vera í fæðingarorlofi frá því í fyrrasumar en hefur nú tekið sæti sitt í borgarstjórn. „Mér hefur dálítið verið strítt fyrir þetta,“ segir Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi, sem missti næstum af atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi vegna salernisferðar. Eva var kjörin borgarfulltrúi Besta flokksins í vor en hefur þar til nýlega verið í fæðingarorlofi. Því er hún tiltölulega óreynd í starfinu. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var á dagskrá tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar um úttekt á stjórnsýslu borgarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Eva útskýrir að á meðan ekki sé beinlínis verið að greiða atkvæði geti borgarfulltrúar brugðið sér stuttlega frá, til dæmis til að svara símtölum, án þess að kalla verði inn varamenn. „Ég sem ný manneskja vildi alls ekki víkja úr sal heldur heyra allt og beið þangað til ég gat ekki beðið lengur,“ segir Eva, sem kveður félaga sína í Besta flokknum hafa sagt vera í lagi fyrir hana að skreppa fram. Hún hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir að umræðunum um málið var að ljúka á þeim tímapunkti og ekki annað eftir en að greiða atkvæði. „Þetta voru bara byrjendamistök í sinni tærustu mynd. Þegar ég kom fram aftur var vörður að leita að mér. Það var frekar vandræðalegt,“ lýsir Eva. Vegna þess að hún var ekki í borgarstjórnarsalnum þegar ganga átti til atkvæða var Eva skráð út af fundinum og S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra og níundi maður á lista Besta flokksins, skráður inn sem varamaður í hennar stað. „En ég kom síðan hlaupandi inn og rétt náði að rétta upp hönd,“ segir Eva. Tillagan var í tveimur liðum og Eva náði að taka þátt í að afgreiða síðari lið hennar. Varamenn, aðrir en 1. varaborgarfulltrúar, eiga rétt á 20.228 króna greiðslu fyrir að taka sæti á borgarstjórnarfundum. Samkvæmt upplýsingum úr Ráðhúsinu afsalaði S. Björn Blöndal sér þessari þóknun. Hann var skráður á fundinn í eina mínútu. Síðar á borgarstjórnarfundinum fór fram atkvæðagreiðsla um að Eva tæki við formennsku í íþrótta- og tómstundaráði af Diljá Ámundadóttur. „Þá passaði ég mig á að sitja inni í sal,“ segir Eva, reynslunni ríkari. gar@frettabladid.is Eva einarsdóttir og S. Björn Blöndal Aðstoðarmaður borgarstjóra afsalaði sér 20.228 krónum sem hann átti rétt á fyrir að vera varamaður í eina mínútu.BorgarstjórnarsalurinnRáðhúsRáðhús Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
„Mér hefur dálítið verið strítt fyrir þetta,“ segir Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi, sem missti næstum af atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi vegna salernisferðar. Eva var kjörin borgarfulltrúi Besta flokksins í vor en hefur þar til nýlega verið í fæðingarorlofi. Því er hún tiltölulega óreynd í starfinu. Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag var á dagskrá tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar um úttekt á stjórnsýslu borgarinnar í aðdraganda bankahrunsins. Eva útskýrir að á meðan ekki sé beinlínis verið að greiða atkvæði geti borgarfulltrúar brugðið sér stuttlega frá, til dæmis til að svara símtölum, án þess að kalla verði inn varamenn. „Ég sem ný manneskja vildi alls ekki víkja úr sal heldur heyra allt og beið þangað til ég gat ekki beðið lengur,“ segir Eva, sem kveður félaga sína í Besta flokknum hafa sagt vera í lagi fyrir hana að skreppa fram. Hún hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir að umræðunum um málið var að ljúka á þeim tímapunkti og ekki annað eftir en að greiða atkvæði. „Þetta voru bara byrjendamistök í sinni tærustu mynd. Þegar ég kom fram aftur var vörður að leita að mér. Það var frekar vandræðalegt,“ lýsir Eva. Vegna þess að hún var ekki í borgarstjórnarsalnum þegar ganga átti til atkvæða var Eva skráð út af fundinum og S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra og níundi maður á lista Besta flokksins, skráður inn sem varamaður í hennar stað. „En ég kom síðan hlaupandi inn og rétt náði að rétta upp hönd,“ segir Eva. Tillagan var í tveimur liðum og Eva náði að taka þátt í að afgreiða síðari lið hennar. Varamenn, aðrir en 1. varaborgarfulltrúar, eiga rétt á 20.228 króna greiðslu fyrir að taka sæti á borgarstjórnarfundum. Samkvæmt upplýsingum úr Ráðhúsinu afsalaði S. Björn Blöndal sér þessari þóknun. Hann var skráður á fundinn í eina mínútu. Síðar á borgarstjórnarfundinum fór fram atkvæðagreiðsla um að Eva tæki við formennsku í íþrótta- og tómstundaráði af Diljá Ámundadóttur. „Þá passaði ég mig á að sitja inni í sal,“ segir Eva, reynslunni ríkari. gar@frettabladid.is Eva einarsdóttir og S. Björn Blöndal Aðstoðarmaður borgarstjóra afsalaði sér 20.228 krónum sem hann átti rétt á fyrir að vera varamaður í eina mínútu.BorgarstjórnarsalurinnRáðhúsRáðhús
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira