Þankar um landnýtingu Grímsstaða Ari Teitsson skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Haustmyrkrið hefur nú lagst yfir Grímsstaði á Fjöllum. Fólk sem hafði þar skamma dvöl yfir hásumarið er horfið til vetrarsetu í fjölmennara umhverfi og aðeins ljós í gluggum á einu húsi. Það ljós skiptir þó vegfarendur miklu máli enda eina ljósið við þjóðveginn á 110 km leið milli byggða Norður- og Austurlands. En fólkinu fækkar víðar. Margir Þingeyingar hverfa brott að hausti, flestir til náms. Þeir koma ekki allir aftur að vori, ekki af því að það viljann vanti, heldur miklu fremur af því að störf skortir. Störf sem byggjast á að nýta þau gæði sem landið býður, því löngu er orðið ljóst að öll þjónusta og stjórnsýsla þessa lands sem vista má á höfuðborgarsvæðinu skal vera þar. Nýtingu landsins gæða eru þó takmörk sett. Í raun á enginn landið heldur fær hver kynslóð það að láni til afnota sem eru þó miklum takmörkunum háð. Þessar takmarkanir eiga að tryggja að landið nýtist þjóðinni í heild sem best án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Illu heilli voru þó eignarheimildir einstaklinga á landi styrktar um of við breytingar á jarðalögum 2004. Ofan af því verður undið, því í síbreytilegum sveltandi heimi verður landbúnaðarland hvers tíma nýtt til matvælaframleiðslu. Þingeyingar og raunar þjóðin öll hljóta að fagna hverju frumkvæði til að nýta tækifæri landsins, skapa störf í dreifbýli og styrkja byggðajafnvægi. Hvort frumkvæðið kemur frá íslenskum, þýskum eða kínverskum útrásarvíkingi ætti ekki að skipta máli. Þó er traust til þess íslenska í lágmarki og sá kínverski líklegastur til að færa þjóðinni nýja hugsun og nýja sýn. Mestu skiptir að lagaumhverfi tryggi að landið sé nýtt í þágu þjóðarhags í bráð og lengd. Því miður skiptir nýting í bráð mjög miklu máli því takist ekki að stöðva fólksflótta hvort heldur sem er frá Þingeyjarsýslum eða Íslandi getum við fámennis vegna tæplega vænst þess að halda yfirráðum yfir landinu í sveltandi þröngbýlum heimi. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um nýtingu lands Grímsstaða á Fjöllum næstu áratugi, valið stendur um að landið verið áfram lítt nýtt auðn eða þar verði byggð upp atvinnustarfsemi sem skapar fjölda starfa og tækifæri sem nýtast munu tveimur landsfjórðungum. Augljóst virðist hvor kosturinn verður valinn. Spurningin er því miklu fremur hvort íslensk löggjöf tryggi sameiginlega íslenska hagsmuni við nýtingu á íslensku landi. Því verður löggjafinn að svara.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar