Varúð! – ég elska þig Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun