Ballettdansari með brennandi áhuga á hinu ljóta 23. desember 2011 10:15 Gunnlaugur Egilsson og ein gríma hans í baksýn. Gunnlaugur hefur mótað grímur fyrir mörg dansverk, og hannaði einnig hundsgrímur fyrir nýlega uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum.Fréttablaðið/anton Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira
Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is
Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Sjá meira