Ballettdansari með brennandi áhuga á hinu ljóta 23. desember 2011 10:15 Gunnlaugur Egilsson og ein gríma hans í baksýn. Gunnlaugur hefur mótað grímur fyrir mörg dansverk, og hannaði einnig hundsgrímur fyrir nýlega uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum.Fréttablaðið/anton Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira
Gunnlaugur Egilsson á velgengni að fagna í ballettheiminum en hannar leðurgrímur í frítíma sínum. Grímurnar, sem margar hverjar eru óhugnanlegar, eru til sýnis í Hringu á Laugavegi til 28. desember. „Ég hef ekki enn dansað með mínar eigin grímur en einhvern tíma kemur að því,“ segir Gunnlaugur Egilsson, ballettdansari og danshöfundur. Gunnlaugur, sem er sonur Egils Ólafssonar söngvara og Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra, hefur löngum farið óhefðbundnar leiðir í lífinu og byrjaði að stunda ballett níu ára gamall. Síðan þá hefur hann komið víða við í dansheiminum, en honum er fleira til lista lagt því í jólafríi sínu á Íslandi mun hann sýna leðurgrímur sem hann hannar og gerir í versluninni Hringu á Laugaveginum. Gunnlaugur hefur verið að hanna grímurnar frá 2008, þegar hann samdi verk fyrir Íslenska dansflokkinn og vantaði eina slíka til að varpa skugga upp á tjald. „Þetta áttu að vera árar, skuggarnir breyttust í einhvers konar púka í verkinu. Leðrið varð fyrir valinu vegna þess að það er hægt að hamast með það í dansinum án þess að það detti í sundur.“ Grímurnar eru margar hverjar dökkar og heldur óhugnanlegar og Gunnlaugur segir íslensku þjóðsögurnar vera hluta af innblæstrinum fyrir útliti þeirra, en dansarinn segist hafa jafn mikinn áhuga á því ljóta og hinu fagra. Ballettdans er fyrir mörgum táknmynd hins fagra og fágaða, og Gunnlaugur segir grímugerðina veita honum útrás fyrir annars konar listræna hlið á sjálfum sér. „Ég held það sé líka mjög kærkomin útrás. Af því að fókusinn í klassískum ballett er svo mikið á hið fagra, allt á að vera svo slétt og fellt og fallegt og ilma vel. Þá er svo gaman að geta brotist út úr því, í raun og veru er það kannski ákveðin nauðsyn.“ Gunnlaugur heldur áfram að telja upp strangar kröfur ballettheimsins, sem meðal annars eru þær að karlmenn megi ekki vera órakaðir og alls ekki með skalla, að vera ungur sé ákveðið skilyrði og gríðarmikil áhersla sé lögð á allt útlit. Hann segist líta á þetta allt saman sem ákveðinn flótta undan ljótleika tilverunnar, en sjálfur sér hann fegurðina í því ljóta. „Mér finnst ljótleikinn oft segja sögu. Það er eins og með leðrið, það er ekki fallegt fyrr en það er orðið krumpað og gamalt. Þá fer það að segja einhverja sögu, annars er það bara slétt og fellt og segir ekki neitt.“ Gunnlaugur er kominn í jólaskap en stoppar stutt á Íslandi áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar, þar sem hann dansar hjá Konunglegu sænsku óperunni. „Núna ætla ég bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni heima og sýna þessar óhuggulegu grímur.“bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Sjá meira