Tollurinn hirti gjafirnar 14. janúar 2011 19:50 Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum. Málið snýst um 500 kylfur sem Alþjóða íshokkísambandið gaf íslensku sambandinu að gjöf. Nokkuð treglega gekk hins vegar að fá kylfurnar sem sátu fastar í tollinum. Íshokkísamband Íslands hefur fengið styrk sem þennan annaðhvert ár síðan árið 1996 en hann er hugsaður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Styrkurinn er ávalt í formi búnaðar og í gegnum árin hefur sambandið fengið vörugjöld og virðisaukaskatt felldan niður af gjöfunum. „Þetta er í raun og veru þróunarstyrkur. Það er verið að hjálpa til við að byggja upp íþróttina og þar sem við höfum fengið þetta fellt niður mörg ár á undan þá héldum við að slíkt myndi gilda núna líka en það var ekki raunin," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands. Sambandið hefði þurft að greiða á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund krónur til þess að fá kylfurnar sem enduðu á uppboði, en sambandið treysti sér í að greiða 100 þúsund krónur, og bauð þá upphæð. Aðili úti í bæ fékk kylfurnar 500 síðan fyrir 180 þúsund krónur en Viðar segir hluta af þeim nú vera til sölu meðal annars í Rúmfatalagernum. Samkvæmt upplýsingum þaðan er hægt að fá kylfu fyrir 2495 krónur. Viðar segist skilja lagalegu rökin. „En svo spyr maður sig á móti, Íslendingar eru að senda þróunaraðstoð hingað og þangað í heiminum og því yrði eflaust óstinnt tekið upp ef að tollayfirvöld í viðkomandi landi ætluðu að fara að reyna að hagnast á þeirri þróunaraðstoð sem við erum að senda frá okkur. Menn ættu kannski bara að snúa við blaðinu og horfa á þetta gegnsæjum augum. Við teljum þetta fullkomlega óeðlilega afgreiðslu og hún kemur niður á börnum og byrjendum sem eru að reyna að stunda íþróttir." Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum. Málið snýst um 500 kylfur sem Alþjóða íshokkísambandið gaf íslensku sambandinu að gjöf. Nokkuð treglega gekk hins vegar að fá kylfurnar sem sátu fastar í tollinum. Íshokkísamband Íslands hefur fengið styrk sem þennan annaðhvert ár síðan árið 1996 en hann er hugsaður fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni. Styrkurinn er ávalt í formi búnaðar og í gegnum árin hefur sambandið fengið vörugjöld og virðisaukaskatt felldan niður af gjöfunum. „Þetta er í raun og veru þróunarstyrkur. Það er verið að hjálpa til við að byggja upp íþróttina og þar sem við höfum fengið þetta fellt niður mörg ár á undan þá héldum við að slíkt myndi gilda núna líka en það var ekki raunin," segir Viðar Garðarsson, formaður Íshokkísambands Íslands. Sambandið hefði þurft að greiða á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund krónur til þess að fá kylfurnar sem enduðu á uppboði, en sambandið treysti sér í að greiða 100 þúsund krónur, og bauð þá upphæð. Aðili úti í bæ fékk kylfurnar 500 síðan fyrir 180 þúsund krónur en Viðar segir hluta af þeim nú vera til sölu meðal annars í Rúmfatalagernum. Samkvæmt upplýsingum þaðan er hægt að fá kylfu fyrir 2495 krónur. Viðar segist skilja lagalegu rökin. „En svo spyr maður sig á móti, Íslendingar eru að senda þróunaraðstoð hingað og þangað í heiminum og því yrði eflaust óstinnt tekið upp ef að tollayfirvöld í viðkomandi landi ætluðu að fara að reyna að hagnast á þeirri þróunaraðstoð sem við erum að senda frá okkur. Menn ættu kannski bara að snúa við blaðinu og horfa á þetta gegnsæjum augum. Við teljum þetta fullkomlega óeðlilega afgreiðslu og hún kemur niður á börnum og byrjendum sem eru að reyna að stunda íþróttir."
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira