Forstjórinn valdi fyrrum yfirmann sem eftirmann 8. febrúar 2011 08:30 Bjarni Bjarnason. Fulltrúi minnihlutans í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir ákvörðun um að ráða Bjarna í forstjórastarfið. Mynd/www.lv.is Bjarni Bjarnason verður næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dótturfélags Landsvirkjunar. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í stjórn OR í gær að ráðningarferlinu yrði frestað en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Kjartan sagði þá í bókun að meirihluti stjórnar OR hafi látið viðgangast að tveir einstaklingar utan stjórnar önnuðust að mestu leyti val umsækjenda án umboðs stjórnarinnar. „Vegna þessara vinnubragða hafa aðeins tveir umsækjendur af sextíu hlotið eðlilega umfjöllun stjórnar og er stjórnarmönnum nú gert að gera upp á milli þeirra, bókaði Kjartan sem gagnrýndi sérstaklega að Helgi Þór Ingason, núverandi forstjóri OR, tæki þátt í vali á eftirmanni sínum. Með Helga í valnefnd sat dr. Ásta Bjarnadóttir. Spurningar hafa vaknað um hvort Helgi Þór væri vanhæfur gagnvart því að meta Bjarna þar sem Helgi var aðstoðarmaður Bjarna í forstjóratíð hans hjá Járnblendifélaginu. „Það finnst mér afskaplega langsótt. Ég var aðstoðarmaður hans í um níu mánuði fyrir um áratug," svarar Helgi. Haraldur Flosason, stjórnarformaður OR, sagðist í samtali við Vísi í gærkvöld lítið vilja segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim," sagði Haraldur. Ráðningarferlið hafi verið verið gagnsætt. Úr hópi sextíu umsækjenda hafi valið að endingu staðið milli tveggja manna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var annar þeirra Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri. - gar Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Bjarni Bjarnason verður næsti forstjóri Orkuveitunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar fyrirtækisins í gær. Bjarni er forstjóri Landsvirkjunar Powers, dótturfélags Landsvirkjunar. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði til í stjórn OR í gær að ráðningarferlinu yrði frestað en sú tillaga var felld af meirihlutanum. Kjartan sagði þá í bókun að meirihluti stjórnar OR hafi látið viðgangast að tveir einstaklingar utan stjórnar önnuðust að mestu leyti val umsækjenda án umboðs stjórnarinnar. „Vegna þessara vinnubragða hafa aðeins tveir umsækjendur af sextíu hlotið eðlilega umfjöllun stjórnar og er stjórnarmönnum nú gert að gera upp á milli þeirra, bókaði Kjartan sem gagnrýndi sérstaklega að Helgi Þór Ingason, núverandi forstjóri OR, tæki þátt í vali á eftirmanni sínum. Með Helga í valnefnd sat dr. Ásta Bjarnadóttir. Spurningar hafa vaknað um hvort Helgi Þór væri vanhæfur gagnvart því að meta Bjarna þar sem Helgi var aðstoðarmaður Bjarna í forstjóratíð hans hjá Járnblendifélaginu. „Það finnst mér afskaplega langsótt. Ég var aðstoðarmaður hans í um níu mánuði fyrir um áratug," svarar Helgi. Haraldur Flosason, stjórnarformaður OR, sagðist í samtali við Vísi í gærkvöld lítið vilja segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim," sagði Haraldur. Ráðningarferlið hafi verið verið gagnsætt. Úr hópi sextíu umsækjenda hafi valið að endingu staðið milli tveggja manna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var annar þeirra Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri. - gar
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15
Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. 7. febrúar 2011 21:07
Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44