Vegleg blót hjá Íslendingafélögum 8. febrúar 2011 20:00 Strákarnir í Skítamóral komu fram á þorrablóti Íslendingafélagsins í Ósló um helgina. Mynd/Anton Brink „Það hefur bæst við fólk jafnt og þétt síðasta ár, á meðan ég hef verið formaður,“ segir Haraldur Karlsson, formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Starfsemi Íslendingafélaga víða um heim er í miklum blóma um þessar mundir. Haraldur segir stöðuga fjölgun vera í félaginu í Ósló, enda margir Íslendingar sem hafa flust þangað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Það ganga þó ekki allir sem flytja út í félagið. „Ekki eins margir og ég hefði viljað, en flestir hafa eitthvað samband,“ segir hann. „Þó þeir gangi ekki í félögin þá mæta þeir á bjórkvöld, fá hjálp við að leita sér að vinnu og reyna að kynnast Íslendingunum.“ Þorrablót voru haldin í Íslendingafélögunum í Ósló í Noregi og í Árósum í Danmörku um helgina. Strákarnir í Skítamóral og stórsöngvarinn Eiríkur Hauksson komu fram í Ósló, en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kom fram á blótinu í Árósum sem Pétur Jóhann Sigfússon stýrði. Haraldur var ánægður með hvernig til tókst í Ósló. „Fólk var svo ánægt með Skítamóral í fyrra að við fengum þá aftur – og þeir brugðust okkur ekki,“ segir hann. Fjölmörg þorrablót verða haldin á næstunni hjá Íslendingafélögum, til dæmis í New York 26. febrúar þar sem hljómsveitin Valdimar kemur fram. Þá heldur félag Íslendinga í London blót sama dag með hljómsveitinni Bermúda. - afb Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Það hefur bæst við fólk jafnt og þétt síðasta ár, á meðan ég hef verið formaður,“ segir Haraldur Karlsson, formaður Íslendingafélagsins í Ósló. Starfsemi Íslendingafélaga víða um heim er í miklum blóma um þessar mundir. Haraldur segir stöðuga fjölgun vera í félaginu í Ósló, enda margir Íslendingar sem hafa flust þangað í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Það ganga þó ekki allir sem flytja út í félagið. „Ekki eins margir og ég hefði viljað, en flestir hafa eitthvað samband,“ segir hann. „Þó þeir gangi ekki í félögin þá mæta þeir á bjórkvöld, fá hjálp við að leita sér að vinnu og reyna að kynnast Íslendingunum.“ Þorrablót voru haldin í Íslendingafélögunum í Ósló í Noregi og í Árósum í Danmörku um helgina. Strákarnir í Skítamóral og stórsöngvarinn Eiríkur Hauksson komu fram í Ósló, en poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kom fram á blótinu í Árósum sem Pétur Jóhann Sigfússon stýrði. Haraldur var ánægður með hvernig til tókst í Ósló. „Fólk var svo ánægt með Skítamóral í fyrra að við fengum þá aftur – og þeir brugðust okkur ekki,“ segir hann. Fjölmörg þorrablót verða haldin á næstunni hjá Íslendingafélögum, til dæmis í New York 26. febrúar þar sem hljómsveitin Valdimar kemur fram. Þá heldur félag Íslendinga í London blót sama dag með hljómsveitinni Bermúda. - afb
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira