Lögregla og Vegagerðin hafa lokað Hellisheiði, Þrengslavegi og Sandskeiði vegna veðurs. Fjöldi bíla eru fastir en mikið óveður er á svæðinu og spáð er stormi í kvöld.
Vegfarendi sem hafði samband við fréttastofu segir að hann hafi ætlað heim til sín á Selfoss en hann vinnur í Reykjavík. Hann þarf að dúsa hér í bænum eitthvað áfram en ekkert ljóst hvenær opnað verður aftur.
Veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir að gera megi ráð fyrir því að veðrið suðvestanlands nái hámarki um kl. 20 til 22 í kvöld og eftir það hlýnar nokkuð og dregur smámsaman úr vindinum.
„Um landið norðan og austanvert er vindur ört vaxandi af A og SA í kvöld, víða skafrenningur og og blint þar sem lausamjöll er yfir. Snjókoma í nótt, en slydda síðar meir á láglendi. Veðurhæð norðan- og austanlands nær hámarki seint í nótt eða snemma í fyrramálið.,“ segir í tilkynningu.
Hellisheiðin lokuð vegna veðurs
