Rangárþing ytra vill fá Náttúruminjasafnið á Hellu 4. febrúar 2011 04:00 Heimamenn vilja fá að minnsta kosti hluta af Náttúruminjasafni Íslands á staðinn. FRéttablaðið/Heiða „Náttúruminjasafni Íslands yrði meiri sómi sýndur með því að staðsetja það á Hellu heldur en í Reykjavík,“ segir sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Telur sveitarstjórn að aðsókn ferðamanna gæti verulega aukist með staðsetningu á Hellu sérstaklega í því ljósi að betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri og hér væri safnið í sínu rétta náttúrulega umhverfi,“ segir sveitarstjórnin og bendir á að Skógasafnið sé líkast til eina safnið á Íslandi sem rekið sé með rekstrarafgangi. „Þannig að það er ekki ávísun á velgengni að staðsetja safn í Reykjavík.“ Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri ritaði Náttúruminjasafninu bréf í lok desember síðastliðins vegna málsins. Dr. Helgi Torfason safnstjóri segir í svari til Gunnsteins að miklu skipti fyrir safnið að vera í nánu sambandi við rannsóknarstofnanir, önnur söfn og aðila sem starfi á líkum sviðum. „Í dag hefur Náttúrminjasafnið aðsetur á lóð Háskóla Íslands og getur varla verið betur staðsett, þótt húsrými, aðstöðu, gripi og starfsfólk vanti ennþá,“ skrifar dr. Helgi sem kveður það sína skoðun að höfuðsafn þjóðarinnar á sviði náttúruvísinda eigi að vera miðsvæðis í höfuðborginni. „Það er ekki tilviljun að erlendis eru höfuðsöfn miðsvæðis í höfuðborgum.“ Safnstjórinn segist þó vonast til góðrar samvinnu við Rangæinga. Þrátt fyrir bréf dr. Helga segist sveitarstjórnin enn telja að safnið væri betur komið á Hellu. - gar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
„Náttúruminjasafni Íslands yrði meiri sómi sýndur með því að staðsetja það á Hellu heldur en í Reykjavík,“ segir sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Telur sveitarstjórn að aðsókn ferðamanna gæti verulega aukist með staðsetningu á Hellu sérstaklega í því ljósi að betra er að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri og hér væri safnið í sínu rétta náttúrulega umhverfi,“ segir sveitarstjórnin og bendir á að Skógasafnið sé líkast til eina safnið á Íslandi sem rekið sé með rekstrarafgangi. „Þannig að það er ekki ávísun á velgengni að staðsetja safn í Reykjavík.“ Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri ritaði Náttúruminjasafninu bréf í lok desember síðastliðins vegna málsins. Dr. Helgi Torfason safnstjóri segir í svari til Gunnsteins að miklu skipti fyrir safnið að vera í nánu sambandi við rannsóknarstofnanir, önnur söfn og aðila sem starfi á líkum sviðum. „Í dag hefur Náttúrminjasafnið aðsetur á lóð Háskóla Íslands og getur varla verið betur staðsett, þótt húsrými, aðstöðu, gripi og starfsfólk vanti ennþá,“ skrifar dr. Helgi sem kveður það sína skoðun að höfuðsafn þjóðarinnar á sviði náttúruvísinda eigi að vera miðsvæðis í höfuðborginni. „Það er ekki tilviljun að erlendis eru höfuðsöfn miðsvæðis í höfuðborgum.“ Safnstjórinn segist þó vonast til góðrar samvinnu við Rangæinga. Þrátt fyrir bréf dr. Helga segist sveitarstjórnin enn telja að safnið væri betur komið á Hellu. - gar
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira