Lífið

Sér ekki eftir að hafa gifst Ryan Reynolds

Skilin Johansson og Reynolds voru af mörgum talin eitt fallegasta par Hollywood, en þau skildu fyrir ári.
Skilin Johansson og Reynolds voru af mörgum talin eitt fallegasta par Hollywood, en þau skildu fyrir ári.
Leikkonan hæfileikaríka Scarlett Johansson segist alls ekki sjá eftir því að hafa gifst Ryan Reynolds, þrátt fyrir að hjónabandið hafi bara enst í tvö ár. Hún segir að ákvörðunin um að giftast Reynolds sé mögulega sú besta sem hún hafi tekið um ævina.

„Ég hef mikla trú á því að þegar manni líður eins og eitthvað sé rétt, eigi maður bara að láta vaða,“ var haft eftir leikkonunni í viðtali við tímaritið Cosmopolitan. Hún sagði við sama tækifæri að hún hefði verið heppin að giftast manni sem var alveg eins og hún hafði gert sér í hugarlund.

„En við höfðum bæði svo mikið að gera og eyddum svo litlum tíma saman. Að halda hjónabandi gangandi er nánast eins og að hugsa um lifandi veru. Ég gerði mér ekki grein fyrir hæðunum og lægðunum og var ekki tilbúin að leggja í það alla vinnuna sem til þurfti.“

Leikkonan átti í stuttu sambandi við Sean Penn eftir skilnaðinn og hefur viðurkennt að hún heillist mjög af mönnum sem eru ævintýragjarnir og örlítið hættulegir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.