Dreymdi að hún skrifaði bók og ynni til verðlauna 8. desember 2011 12:00 Afar sjaldgæft er að barnabók hljóti þann heiður að vera bók mánaðarins á Bókamessunni í Frankfurt. Bryndís Björgvinsdóttir getur því brosað breitt þessa dagana. fréttablaðið/gva Bryndís Björgvinsdóttir er ungur rithöfundur sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Fyrsta upplag er uppselt og annað í prentsmiðju, og Flugan sem stöðvaði stríðið er bók mánaðarins á Bókamessunni í Frankfurt. „Ég náttúrulega bjóst aldrei við þessu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur, um mikla velgengni annarrar skáldsögu hennar, Flugunnar sem stöðvaði stríðið. „Ég bjóst ekki við því að bókin myndi fá Íslensku barnabókaverðlaunin til að byrja með. Ég fékk þær fréttir einmitt þegar ég var stödd í London sama dag og William prins og Kate giftu sig. Ég mátti engum segja og var alveg kampakát í veislu um kvöldið – allir héldu að ég væri svona hrikalega ánægð með þetta konunglega brúðkaup,“ segir Bryndís sem er að vonum einnig kampakát þessa dagana. Bókin hennar er nefnilega ein af fimm bókum og eina barnabókin sem send hefur verið í endurprentun á vegum Forlagsins, fyrra upplagið er nánast uppselt. „Ég er rosalega fegin að bókinni hafi verið svona vel tekið og að hún selst vel. Ég fékk nefnilega mína fyrstu skáldsögu útgefna þegar ég var fimmtán ára, ásamt vinkonu minni, og hélt á tímabili að það væri ógeðslega létt að vera rithöfundur. Við skrifuðum hana á einum mánuði en það tók mig þrjú ár að skrifa nýju bókina, með vinnu og skóla. Þá allt í einu fannst mér þetta ekkert létt lengur, þetta er auðvitað rosalega mikil vinna upp á von og óvon.“ Íslensku barnabókaverðlaunin eru ekki eini heiðurinn sem Bryndísi hefur hlotnast fyrir bókina, því nýlega var hún valin sem bók desembermánaðar á Sagenhaftes, Bókamessunni í Frankfurt. Þar fær hún mikla kynningu bæði á ensku og þýsku og að sögn Bryndísar hefur hún fengið veður af því frá útgefenda sínum að erlend útgáfufyrirtæki séu farin að sýna bókinni áhuga. „Bókin er ekki bundin við neinn stað, hún getur í rauninni gerst í hvaða landi sem er og fjallar um hluti sem allir þekkja, stríð og húsflugur. Húsflugurnar eiga að standa fyrir þá sem eru undir í samfélaginu, þá sem þykir sjálfsagðara að beita ofbeldi, eða jafnvel deyða. Bókinni er ætlað að benda á fáránleika stríðs, enn og aftur. Það er náttúrulega búið að gera það margoft í heimsbókmenntunum en það er alltaf jafn mikilvægt að halda því til haga að stríð séu fáránleg.“ Bryndís hefur undanfarið lesið upp úr bókinni fyrir fjölda fólks, bæði börn og fullorðna. Hún segir að bókin sé ætluð öllum og að margt leynist í henni sem er ekki á færi þeirra yngstu að skilja fyrr en seinna, en þeir eldri geti hlegið að. Henni finnst sérstaklega skemmtilegt að fara í grunnskólana, og segist geta hvatt yngstu kynslóðina áfram í að elta drauma sína. „Við vinkona mín skrifuðum bók þegar ég var fimmtán ára nefnilega af því að mig hafði dreymt draum um að ég hefði skrifað bók og fengið verðlaun fyrir hana. Vinkonu minni fannst sjálfsagt að við drifum í þessu, en þótt bókin hafi orðið til fengum við engin verðlaun. Svo fjórtán árum seinna fæ ég verðlaunin. Ég segi oft við krakkana að þetta sýni að draumar geti ræst. Það tekur bara miklu lengi tíma, meiri vinnu og kannski rætast þeir á aðeins annan hátt en maður bjóst við í upphafi.“ bergthora@frettabladid.is Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir er ungur rithöfundur sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í ár. Fyrsta upplag er uppselt og annað í prentsmiðju, og Flugan sem stöðvaði stríðið er bók mánaðarins á Bókamessunni í Frankfurt. „Ég náttúrulega bjóst aldrei við þessu,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir rithöfundur, um mikla velgengni annarrar skáldsögu hennar, Flugunnar sem stöðvaði stríðið. „Ég bjóst ekki við því að bókin myndi fá Íslensku barnabókaverðlaunin til að byrja með. Ég fékk þær fréttir einmitt þegar ég var stödd í London sama dag og William prins og Kate giftu sig. Ég mátti engum segja og var alveg kampakát í veislu um kvöldið – allir héldu að ég væri svona hrikalega ánægð með þetta konunglega brúðkaup,“ segir Bryndís sem er að vonum einnig kampakát þessa dagana. Bókin hennar er nefnilega ein af fimm bókum og eina barnabókin sem send hefur verið í endurprentun á vegum Forlagsins, fyrra upplagið er nánast uppselt. „Ég er rosalega fegin að bókinni hafi verið svona vel tekið og að hún selst vel. Ég fékk nefnilega mína fyrstu skáldsögu útgefna þegar ég var fimmtán ára, ásamt vinkonu minni, og hélt á tímabili að það væri ógeðslega létt að vera rithöfundur. Við skrifuðum hana á einum mánuði en það tók mig þrjú ár að skrifa nýju bókina, með vinnu og skóla. Þá allt í einu fannst mér þetta ekkert létt lengur, þetta er auðvitað rosalega mikil vinna upp á von og óvon.“ Íslensku barnabókaverðlaunin eru ekki eini heiðurinn sem Bryndísi hefur hlotnast fyrir bókina, því nýlega var hún valin sem bók desembermánaðar á Sagenhaftes, Bókamessunni í Frankfurt. Þar fær hún mikla kynningu bæði á ensku og þýsku og að sögn Bryndísar hefur hún fengið veður af því frá útgefenda sínum að erlend útgáfufyrirtæki séu farin að sýna bókinni áhuga. „Bókin er ekki bundin við neinn stað, hún getur í rauninni gerst í hvaða landi sem er og fjallar um hluti sem allir þekkja, stríð og húsflugur. Húsflugurnar eiga að standa fyrir þá sem eru undir í samfélaginu, þá sem þykir sjálfsagðara að beita ofbeldi, eða jafnvel deyða. Bókinni er ætlað að benda á fáránleika stríðs, enn og aftur. Það er náttúrulega búið að gera það margoft í heimsbókmenntunum en það er alltaf jafn mikilvægt að halda því til haga að stríð séu fáránleg.“ Bryndís hefur undanfarið lesið upp úr bókinni fyrir fjölda fólks, bæði börn og fullorðna. Hún segir að bókin sé ætluð öllum og að margt leynist í henni sem er ekki á færi þeirra yngstu að skilja fyrr en seinna, en þeir eldri geti hlegið að. Henni finnst sérstaklega skemmtilegt að fara í grunnskólana, og segist geta hvatt yngstu kynslóðina áfram í að elta drauma sína. „Við vinkona mín skrifuðum bók þegar ég var fimmtán ára nefnilega af því að mig hafði dreymt draum um að ég hefði skrifað bók og fengið verðlaun fyrir hana. Vinkonu minni fannst sjálfsagt að við drifum í þessu, en þótt bókin hafi orðið til fengum við engin verðlaun. Svo fjórtán árum seinna fæ ég verðlaunin. Ég segi oft við krakkana að þetta sýni að draumar geti ræst. Það tekur bara miklu lengi tíma, meiri vinnu og kannski rætast þeir á aðeins annan hátt en maður bjóst við í upphafi.“ bergthora@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira