Enski boltinn

Pardew: Velgengnin gæti reynst dýrkeypt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Pardew.
Alan Pardew. Nordic Photos / Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, er meðvitaður um að gott gengi liðsins gæti orðið til þess að liðið missi sína bestu leikmenn.

Pardew vill að samið verði við þá leikmenn sem eru að renna út á samningi en meðal þeirra má nefna varnarmennina Fabricio Coloccini og Danny Simpson.

„Ég vil vera viss um að fyrirliðinn verði áfram hjá félaginu,“ sagði Pardew og átti þar við Coloccini. „Það virðist vera hefð fyrir því að félagið nái ekki að halda fyrirliðunum sínum.“

„Og vonandi getum við gengið fljótlega frá nýjum samningum við þá þrjá leikmenn sem við erum að ræða við. Ég vil auðvitað halda öllum mínum lykilmönnum en velgengninni fylgir oft miklar kröfur frá bæði leikmönnum og umboðsmönnum þeirra.“

Newcastle er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig en liðið mætir Norwich á útivelli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×