
Verkfall félagsráðgjafa
Kjarabaráttan snýst ekki eingöngu um bætt kjör félagsráðgjafa. Bág launakjör og mikið álag hefur leitt til mikils atgervisflótta félagsráðgjafa frá borginni. Um 20% félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hafa horfið til annarra starfa, m.a. í önnur sveitarfélög á síðastliðnum árum. Erfiðlega hefur gengið að manna þær stöður sem kemur óneitanlega niður á þjónustu til borgarbúa.
Verkfall félagsráðgjafa mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Greiðsla fjárhagsaðstoðar til framfærslu, stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, stuðningur við fatlaða og barnaverndarstarf mun lamast. Mikil þekking og reynsla mun hverfa frá Reykjavíkurborg sem mun ekki nást að vinna upp aftur nema á löngum tíma og með miklum tilkostnaði ef kjör félagsráðgjafa verða ekki bætt til samræmis við viðmiðunarstéttir.
Félagsráðgjafar eru langeygðir eftir kjarabótum. Árið 2006 samþykktu félagsráðgjafar að fara í starfsmat sem átti að leiða til jafnréttis í launum hjá Reykjavíkurborg meðal allra starfsstétta þar. Það hefur ekki verið reyndin, enn er til staðar munur á launum fyrir sambærileg störf þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Reykjavíkurborgar um jafnrétti til launa sem birtist í mannréttindastefnu hennar. Byrjunarlaun félagsráðgjafa eftir fimm ára háskólanám eru u.þ.b. 299 þúsund krónur.
Félagsráðgjafar eru við hlið verkfræðinga í starfsmatinu enda svipuð menntun að baki. Verkfræðingar eru með allt að 200 þúsund krónum hærri heildarlaun. Í góðærinu var það réttlætt með álagi hjá verk- og tæknifræðingum vegna mikilla framkvæmda. Félagsráðgjafar hafa sl. þrjú ár mátt starfa undir auknu álagi í kjölfar kreppu en lítið hefur borið á aðgerðum til að mæta því með bættum kjörum eða álagsgreiðslum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er tiltekið að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og tryggja sömu kjör. Hæfnis- og árangurslaun skulu byggjast á málefnalegum forsendum. Skorað er á samningsnefndina að stefnunni sé fylgt eftir á borði en ekki bara í orði.
Skoðun

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar