Eru konur 90% menn? Stefán Einar Stefánsson skrifar 22. september 2011 06:00 Í liðinni viku kynnti VR niðurstöður árlegrar launakönnunar sem gerð er meðal félagsmanna. Er það í ellefta sinn sem það er gert. Kennir þar ýmissa grasa en fyrst og síðast er könnunin hugsuð sem verkfæri fyrir félagsmenn til þess að bera launakjör sín saman við það hver þau almennt eru á markaðnum. Með því móti er fólki gert auðveldara að átta sig á launaþróun á þeim vettvangi sem það starfar og einnig hvort það geti unað við starfskjör sín eða hvort ástæða sé til að leita leiðréttingar á þeim. Á undanförnum árum hefur könnunin komið að góðu gagni og það er ánægjulegt að sjá hversu margir félagsmenn VR, og raunar margir fleiri, nýta sér hana í sókn eftir kjarabótum. Í rúman áratug hefur VR fylgst náið með þróun kynbundins launamunar meðal félagsmanna sinna. Er það gert með svokallaðri aðfallsgreiningu þar sem ytri þættir, sem ekki tengjast kynferði, eru einangraðir og tillit tekið til þeirra við mat á heildarlaunum. Greining af því tagi sýnir að árið 2001 var launamunur karla og kvenna 15,3% að meðaltali. Síðan þá hefur nokkuð áunnist með mörgum herferðum og þrýstingi á fyrirtæki og stjórnvöld. Er nú svo komið að þessi munur reynist rúm 10% að jafnaði. Álög eða mannanna verk?Í tilefni af útgáfu launakönnunar VR árið 2011 og þeirri ástæðu að launamunur kynjanna stendur í stað, þriðja árið í röð, höfum við hleypt af stokkunum auglýsingaherferð sem vakið hefur mikil viðbrögð. Með herferðinni er stærsta stéttarfélagið innan vébanda ASÍ í raun að spyrja í forundran: er ekki hægt að tryggja sjálfsagðan rétt kvenna á vinnumarkaði? Eru þetta álög eða mannanna verk? Svarið er sjálfgefið: að sjálfsögðu er það hægt og launamunur kynjanna er ekki yfirnáttúrulegt fyrirbæri. En hvað í ósköpunum veldur því þá að hvern einasta dag koma konur heim frá vinnu og hafa borið 10% minna úr býtum fyrir erfiði sitt en karlar – af þeirri einu ástæðu að þær eru konur? Svarið við þeirri spurningu er ekki eins einfalt og þeirri fyrri sem hér að ofan var varpað fram. En svörin hljóta að vera til. Viðurkenning fyrirtækjaMeð grípandi auglýsingum og öflugri umfjöllun hefur dregið saman með kynjunum en nú virðist þurfa að finna önnur og sterkari meðul til þess að hægt sé að þoka málum áfram. Ein leiðin til þess, og sú áhrifaríkasta, hlýtur að felast í því að vekja athygli stjórnenda fyrirtækja, fá þá til þess að viðurkenna vandann og takast á við hann af fullri alvöru – jafnt í orði sem og á borði. Það mun taka tíma að fá þessa viðurkenningu en það er nauðsynlegt að hefjast handa undir eins. Af þeim sökum hef ég kallað eftir því að fyrirtæki sem vilja sýna átaki okkar stuðning, veiti konum afslátt á vöru sinni og þjónustu, dagana 20.-26. september. Að sönnu mun sú táknræna framganga ekki tryggja konum jafnrétti í launum, en hún er til marks um vitundarvakningu, viðurkenningu sem skiptir máli þegar næstu skref verða stigin. Þau fyrirtæki sem taka samfélagsábyrgð sína alvarlega og vilja njóta virðingar samfélags sem kennir sig við jafnrétti og mannréttindi, hljóta að svara kalli! Á sama tíma er þess að sjálfsögðu krafist að fyrirtækin líti í eigin barm og tryggi að konur og karlar njóti sömu launa á þeirra eigin vettvangi. Næstu skrefEn áfram verður haldið. Á komandi mánuðum mun VR halda baráttunni áfram og kafa betur ofan í orsakir vandans. Meðal þess sem við höfum fengið staðfest er að konur sækja ekki jafn fast að fá kjarabætur þegar árleg launaviðtöl eiga sér stað. Það er vandamál sem hægt er að taka á. Þess vegna býður VR upp á námskeið í samningatækni og framkomu sem stuðla eiga að því að fólk komi betur undirbúið til leiks þegar kjör þess eru til umræðu við atvinnurekanda. Þá hefur VR um árabil heimsótt grunn- og framhaldsskóla á félagssvæði sínu þar sem réttindi launafólks eru kynnt og nemendum gerð grein fyrir hlutverki stéttarfélaga í íslensku samfélagi. Í þessum heimsóknum verður hér eftir meira fjallað um launamun kynjanna og hversu alvarlegur misbrestur hann er á samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku kynnti VR niðurstöður árlegrar launakönnunar sem gerð er meðal félagsmanna. Er það í ellefta sinn sem það er gert. Kennir þar ýmissa grasa en fyrst og síðast er könnunin hugsuð sem verkfæri fyrir félagsmenn til þess að bera launakjör sín saman við það hver þau almennt eru á markaðnum. Með því móti er fólki gert auðveldara að átta sig á launaþróun á þeim vettvangi sem það starfar og einnig hvort það geti unað við starfskjör sín eða hvort ástæða sé til að leita leiðréttingar á þeim. Á undanförnum árum hefur könnunin komið að góðu gagni og það er ánægjulegt að sjá hversu margir félagsmenn VR, og raunar margir fleiri, nýta sér hana í sókn eftir kjarabótum. Í rúman áratug hefur VR fylgst náið með þróun kynbundins launamunar meðal félagsmanna sinna. Er það gert með svokallaðri aðfallsgreiningu þar sem ytri þættir, sem ekki tengjast kynferði, eru einangraðir og tillit tekið til þeirra við mat á heildarlaunum. Greining af því tagi sýnir að árið 2001 var launamunur karla og kvenna 15,3% að meðaltali. Síðan þá hefur nokkuð áunnist með mörgum herferðum og þrýstingi á fyrirtæki og stjórnvöld. Er nú svo komið að þessi munur reynist rúm 10% að jafnaði. Álög eða mannanna verk?Í tilefni af útgáfu launakönnunar VR árið 2011 og þeirri ástæðu að launamunur kynjanna stendur í stað, þriðja árið í röð, höfum við hleypt af stokkunum auglýsingaherferð sem vakið hefur mikil viðbrögð. Með herferðinni er stærsta stéttarfélagið innan vébanda ASÍ í raun að spyrja í forundran: er ekki hægt að tryggja sjálfsagðan rétt kvenna á vinnumarkaði? Eru þetta álög eða mannanna verk? Svarið er sjálfgefið: að sjálfsögðu er það hægt og launamunur kynjanna er ekki yfirnáttúrulegt fyrirbæri. En hvað í ósköpunum veldur því þá að hvern einasta dag koma konur heim frá vinnu og hafa borið 10% minna úr býtum fyrir erfiði sitt en karlar – af þeirri einu ástæðu að þær eru konur? Svarið við þeirri spurningu er ekki eins einfalt og þeirri fyrri sem hér að ofan var varpað fram. En svörin hljóta að vera til. Viðurkenning fyrirtækjaMeð grípandi auglýsingum og öflugri umfjöllun hefur dregið saman með kynjunum en nú virðist þurfa að finna önnur og sterkari meðul til þess að hægt sé að þoka málum áfram. Ein leiðin til þess, og sú áhrifaríkasta, hlýtur að felast í því að vekja athygli stjórnenda fyrirtækja, fá þá til þess að viðurkenna vandann og takast á við hann af fullri alvöru – jafnt í orði sem og á borði. Það mun taka tíma að fá þessa viðurkenningu en það er nauðsynlegt að hefjast handa undir eins. Af þeim sökum hef ég kallað eftir því að fyrirtæki sem vilja sýna átaki okkar stuðning, veiti konum afslátt á vöru sinni og þjónustu, dagana 20.-26. september. Að sönnu mun sú táknræna framganga ekki tryggja konum jafnrétti í launum, en hún er til marks um vitundarvakningu, viðurkenningu sem skiptir máli þegar næstu skref verða stigin. Þau fyrirtæki sem taka samfélagsábyrgð sína alvarlega og vilja njóta virðingar samfélags sem kennir sig við jafnrétti og mannréttindi, hljóta að svara kalli! Á sama tíma er þess að sjálfsögðu krafist að fyrirtækin líti í eigin barm og tryggi að konur og karlar njóti sömu launa á þeirra eigin vettvangi. Næstu skrefEn áfram verður haldið. Á komandi mánuðum mun VR halda baráttunni áfram og kafa betur ofan í orsakir vandans. Meðal þess sem við höfum fengið staðfest er að konur sækja ekki jafn fast að fá kjarabætur þegar árleg launaviðtöl eiga sér stað. Það er vandamál sem hægt er að taka á. Þess vegna býður VR upp á námskeið í samningatækni og framkomu sem stuðla eiga að því að fólk komi betur undirbúið til leiks þegar kjör þess eru til umræðu við atvinnurekanda. Þá hefur VR um árabil heimsótt grunn- og framhaldsskóla á félagssvæði sínu þar sem réttindi launafólks eru kynnt og nemendum gerð grein fyrir hlutverki stéttarfélaga í íslensku samfélagi. Í þessum heimsóknum verður hér eftir meira fjallað um launamun kynjanna og hversu alvarlegur misbrestur hann er á samfélagi okkar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar