Kannanir benda til afar góðrar þátttöku 9. apríl 2011 08:15 63 prósent tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra. Flest bendir til talsvert meiri þátttöku nú. 98,4 prósent þátttaka var í atkvæðagreiðslunum 1944 og tæplega 44 prósent tóku þátt 1918. Mynd/Stefán Búast má við mjög góðri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni um gildi Icesave-laganna sem fram fer í dag. Góð svörun hefur verið í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu daga og í könnun Fréttablaðsins, þar sem spurt var sérstaklega hvort fólk ætlaði á kjörstað, kom fram að um 90 prósent hygðust taka þátt í atkvæðagreiðslunni. 232.539 þúsund eru á kjörskrá, 116.656 konur og 115.883 karlar. Af einstökum kjördæmum eru flestir á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi, um 60 þúsund, og rúmlega 44 þúsund í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna um sig. Í tíu sveitarfélögum eru kjósendur á kjörskrá innan við eitt hundrað. Fjölgað hefur á kjörskrá um 2.600 frá Icesave-atkvæðagreiðslunni á síðasta ári. Á tólfta þúsund kjósenda er með lögheimili erlendis. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu eða tíu. Í fjölmennustu sveitarfélögunum stendur kjörfundur til tíu í kvöld en skemur þar sem færri eru á kjörskrá. Von er á fyrstu tölum fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi en í Reykjavík er stefnt að því að fyrstu tölur verði opinberaðar á tólfta tímanum. Óvíst er hvenær endanlegar tölur liggja fyrir. Þar ráða veður og færð ekki minnstu því talið er á einum stað í hverju kjördæmi fyrir sig. Gangi allt að óskum má búast við að endanleg niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. Atkvæðagreiðslan í dag er sú áttunda í röð þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú fyrsta var 1908 og snerist um setningu laga um innflutningsbann á áfengi. Greidd voru atkvæði um þegnskylduvinnu 1916, um dans-íslensk sambandslög 1918, afnám innflutningsbanns á áfengi 1933, niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins og um stjórnarskrá lýðveldisins 1944 og Icesave-lög 2010. Fjölmargir hafa greitt atkvæði utan kjörfundar, fleiri heldur en fyrir ári. Fólki sem það hefur gert er heimilt að greiða atkvæði í dag. Utankjörfundaratkvæðaseðill þess kemur þá einfaldlega ekki til greina. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Búast má við mjög góðri þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni um gildi Icesave-laganna sem fram fer í dag. Góð svörun hefur verið í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu daga og í könnun Fréttablaðsins, þar sem spurt var sérstaklega hvort fólk ætlaði á kjörstað, kom fram að um 90 prósent hygðust taka þátt í atkvæðagreiðslunni. 232.539 þúsund eru á kjörskrá, 116.656 konur og 115.883 karlar. Af einstökum kjördæmum eru flestir á kjörskrá í Suðvesturkjördæmi, um 60 þúsund, og rúmlega 44 þúsund í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna um sig. Í tíu sveitarfélögum eru kjósendur á kjörskrá innan við eitt hundrað. Fjölgað hefur á kjörskrá um 2.600 frá Icesave-atkvæðagreiðslunni á síðasta ári. Á tólfta þúsund kjósenda er með lögheimili erlendis. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu eða tíu. Í fjölmennustu sveitarfélögunum stendur kjörfundur til tíu í kvöld en skemur þar sem færri eru á kjörskrá. Von er á fyrstu tölum fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi en í Reykjavík er stefnt að því að fyrstu tölur verði opinberaðar á tólfta tímanum. Óvíst er hvenær endanlegar tölur liggja fyrir. Þar ráða veður og færð ekki minnstu því talið er á einum stað í hverju kjördæmi fyrir sig. Gangi allt að óskum má búast við að endanleg niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. Atkvæðagreiðslan í dag er sú áttunda í röð þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú fyrsta var 1908 og snerist um setningu laga um innflutningsbann á áfengi. Greidd voru atkvæði um þegnskylduvinnu 1916, um dans-íslensk sambandslög 1918, afnám innflutningsbanns á áfengi 1933, niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins og um stjórnarskrá lýðveldisins 1944 og Icesave-lög 2010. Fjölmargir hafa greitt atkvæði utan kjörfundar, fleiri heldur en fyrir ári. Fólki sem það hefur gert er heimilt að greiða atkvæði í dag. Utankjörfundaratkvæðaseðill þess kemur þá einfaldlega ekki til greina. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira