Myndar Frost og kínverska ólympíufara 22. desember 2011 06:45 Kvikmyndagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu í Kína um jólin.fréttablaðið/hag Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Ágúst Jakobsson tekur upp auglýsingu með Ólympíulandsliði Kína um jólin. Hann er sömuleiðs önnum kafinn við upptökur á spennumyndinni Frost. Kvikmyndatökumaðurinn og auglýsingagerðarmaðurinn Ágúst Jakobsson ætlar að taka sér frí frá tökum á íslensku spennumyndinni Frost og eyða jólunum í Kína við tökur á auglýsingu fyrir Coca Cola. „Ég flýg til Kína á Þorláksmessu,“ segir Ágúst, sem ætlar að mynda Ólympíulandslið Kínverja í frjálsum íþróttum. Tilefnið er Ólympíuleikarnir í London á næsta ári en Coca Cola er styrktaraðili kínverska liðsins. Þetta verður í þriðja sinn sem Ágúst flýgur til Kína á þessu ári vegna auglýsingaverkefnis. Hann hefur undanfarin ár myndað fjölda fótboltaauglýsinga erlendis, þar á meðal fyrir íþróttavöruframleiðandann Nike vegna úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári þar sem hann vann með leikmönnum Manchester United og Barcelona. Evrópukeppnin í fótbolta verður haldin næsta sumar og býst Ágúst við því að vinna við eitthvað tengt henni. „Sérstaklega fyrst Englendingar eru búnir að koma sér áfram. Ég geri alveg ráð fyrir því að hitta Terry, Rooney og Lampard einhvern tímann í vor,“ segir Chelsea-aðdáandinn Ágúst léttur. Frost er fyrsta kvikmynd hans hér á landi í fullri lengd í rúman áratug, eða síðan hann vann við Popp í Reykjavík, Fíaskó og Villiljós. Hann vann við stuttmyndina Karlsefni síðasta sumar á Íslandi og fékk þá áhuga á að taka upp kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa rætt við framleiðendurna Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og lesið handritið að Frosti ákvað hann að stökkva á verkefnið. „Um leið og ég frétti að þetta ætti að gerast uppi á jökli og að þetta væri spennumynd sagði ég: „Ókei, ég er klár.“ Leikstjóri myndarinnar er Reynir Lyngdal og handritið skrifar Jón Atli Jónasson. Með aðalhlutverkin fara þau Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Eftir að tökunum á auglýsingunni í Kína lýkur heldur Ágúst áfram störfum sínum við Frost. „Ég verð uppi á Langjökli og mun eiga heima á Hótel Geysi í mánuð. Það er skemmtilegt að takast á við veðrið og jökulinn og allar þessar aðstæður. Maður er með íslenskt blóð í æðum sér og á að geta staðið þetta af sér,“ segir hann. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni og ég held að þetta verði alveg þrusugóð spennumynd.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira