Framtaks er þörf Þorkell Sigurlaugsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrirtæki höfðu lent í verulegum erfiðleikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsynlegt að skapa farveg fyrir eðlilegt eignarhald. Fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru illa brenndir af hruninu og almenningur hafði misst tiltrú á hlutabréfamarkaði. Við þessar aðstæður ákváðu 16 lífeyrissjóðir að stofna Framtakssjóðinn, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tíma, þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja eignarhluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað. Góð tækifæri – góður árangurÞað er lykilatriði í starfsemi Framtakssjóðsins að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er í sjóðnum og er að mestu í eigu almennings í landinu og ná þannig til baka hluta þeirra fjármuna sem töpuðust við hrunið. Sjóðurinn er 54 milljarðar að stærð og hefur þegar fjárfest fyrir um 60% af þeirri fjárhæð í 8 fyrirtækjum. Nálgun Framtakssjóðsins í fjárfestingum er ólík því sem áður tíðkaðist því sjóðurinn tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Áhugavert er að skoða þrjú dæmi um þann árangur sem náðst hefur; l Framtakssjóðurinn kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group sumarið 2010 með kaupum á tæplega 30% hlut í félaginu fyrir um 3,6 milljarða króna sem var hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Margir hafa gleymt því að þá var félagið mjög skuldsett og í rekstrarvanda samhliða óvissu í tengslum við eldgos. Vitnað var í Warren Buffett að hann keypti ekki hlut í flugfélögum og haldinn sérstakur umræðufundur þar sem þessi fjárfesting var gagnrýnd. Framtakssjóðurinn seldi 10% hlut í nóvember fyrir um 2,7 milljarða króna og hefur þannig nú þegar skilað til baka til eigenda þremur fjórðu hlutum fjárfestingarinnar. FSÍ heldur eftir 19% hlut sem er nú að markaðsvirði um 5 milljarðar króna. l Icelandic Group, sem er sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávarafurða, hefur verið endurskipulagt og erlendar eignir seldar fyrir um 41 milljarð króna á árinu 2011. Í stað fyrirtækis í miklum rekstrarerfiðleikum, stendur eftir öflugt fyrirtæki, sem er vel í stakk búið til að þjóna íslenskum sjávarútvegi, með um 80 milljarða króna veltu, sterka eiginfjárstöðu og starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu. l Að lokum má nefna að Húsasmiðjan hefur nú verið seld í opnu söluferli til öflugrar danskrar verslanakeðju, Bygma. Það er ánægjulegt að sjá erlendan aðila kaupa íslenska verslunarkeðju og mun það verða starfsfólki fyrirtækisins og almenningi til hagsbóta. Með sölu á Húsasmiðjunni hefur tekist að bjarga verðmætum og atvinnu starfsfólks, auk þess að fá öflugan erlendan aðila til að fjárfesta í byggingavörumarkaðnum hér á landi með auknu vöruframboði og samkeppnishæfu verði. Vandaðir stjórnarhættirFramtakssjóðurinn á nú umtalsverðan eignarhlut í 7 fyrirtækjum þ.e. SKÝRR, Vodafone, N1, Plastprent, Promens, Icelandair Group og Icelandic Group. Alls sitja 18 einstaklingar í stjórnum fyrirtækja á vegum Framtakssjóðsins, 10 konur og 8 karlar. Þessir einstaklingar hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þeirra hlutverk er að vinna að hagsmunum viðkomandi fyrirtækja, setja skýr rekstrarmarkmið og fylgja þeim eftir. Strangar kröfur eru gerðar um stjórnarhætti í öllum félögum og markmiðið að fyrirtækin séu þar í fararbroddi í íslensku atvinnulífi. Áhersla er lögð á gegnsæi og upplýsingagjöf og eru árshlutauppgjör og ársreikningar birtir á vef Framtakssjóðsins. Á næstu þremur árum er stefnt að því að um 90% af núverandi eignum Framtakssjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað sem mun hafa mikla þýðingu fyrir almenning og fjárfesta. Fjármunum sem fást við sölu eigna er skilað til eigenda sjóðsins en ekki endurfjárfest í nýjum verkefnum. Höldum áframFramtakssjóður Íslands og lífeyrissjóðirnir hafa á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þar hefur vel tekist til og mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að sýna áfram framtak og forystu við uppbyggingu atvinnulífsins samhliða því að byggja upp hlutabréfamarkað, aflétta gjaldeyrishöftum og koma eignarhaldi fyrirtækja út úr bankakerfinu. Jafnframt þarf að tryggja það að trúverðugleiki skapist á hlutabréfamarkaði, samþjöppun verði ekki of mikil og aldrei endurtaki sig þeir viðskiptahættir sem tíðkuðust hér á landi á árunum 2003-2008. Höldum áfram á árinu 2012. Það er enn mikið verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þegar Framtakssjóður Íslands var stofnaður í desember 2009, fyrir tveimur árum, var staðan í íslensku atvinnulífi um margt sérstök. Fjölmörg fyrirtæki höfðu lent í verulegum erfiðleikum og leystu bankarnir þau til sín. Það var ljóst að eignarhald banka á atvinnufyrirtækjum yrði aldrei til frambúðar og nauðsynlegt að skapa farveg fyrir eðlilegt eignarhald. Fjárfestar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru illa brenndir af hruninu og almenningur hafði misst tiltrú á hlutabréfamarkaði. Við þessar aðstæður ákváðu 16 lífeyrissjóðir að stofna Framtakssjóðinn, sem hefði það að markmiði að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið var að byggja upp öflug fyrirtæki og um leið skila góðri ávöxtun til fjárfesta. Það er ekki markmið Framtakssjóðsins að eiga fyrirtæki til lengri tíma, þvert á móti á Framtakssjóðurinn að selja eignarhluti sína að hluta eða öllu leyti innan nokkurra ára, eða þegar hlutverki hans er lokið, meðal annars með skráningu á hlutabréfamarkað. Góð tækifæri – góður árangurÞað er lykilatriði í starfsemi Framtakssjóðsins að ná góðri ávöxtun á það fjármagn sem bundið er í sjóðnum og er að mestu í eigu almennings í landinu og ná þannig til baka hluta þeirra fjármuna sem töpuðust við hrunið. Sjóðurinn er 54 milljarðar að stærð og hefur þegar fjárfest fyrir um 60% af þeirri fjárhæð í 8 fyrirtækjum. Nálgun Framtakssjóðsins í fjárfestingum er ólík því sem áður tíðkaðist því sjóðurinn tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. Áhugavert er að skoða þrjú dæmi um þann árangur sem náðst hefur; l Framtakssjóðurinn kom að fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair Group sumarið 2010 með kaupum á tæplega 30% hlut í félaginu fyrir um 3,6 milljarða króna sem var hlutafjáraukning í fyrirtækinu. Margir hafa gleymt því að þá var félagið mjög skuldsett og í rekstrarvanda samhliða óvissu í tengslum við eldgos. Vitnað var í Warren Buffett að hann keypti ekki hlut í flugfélögum og haldinn sérstakur umræðufundur þar sem þessi fjárfesting var gagnrýnd. Framtakssjóðurinn seldi 10% hlut í nóvember fyrir um 2,7 milljarða króna og hefur þannig nú þegar skilað til baka til eigenda þremur fjórðu hlutum fjárfestingarinnar. FSÍ heldur eftir 19% hlut sem er nú að markaðsvirði um 5 milljarðar króna. l Icelandic Group, sem er sölu- og framleiðslufyrirtæki sjávarafurða, hefur verið endurskipulagt og erlendar eignir seldar fyrir um 41 milljarð króna á árinu 2011. Í stað fyrirtækis í miklum rekstrarerfiðleikum, stendur eftir öflugt fyrirtæki, sem er vel í stakk búið til að þjóna íslenskum sjávarútvegi, með um 80 milljarða króna veltu, sterka eiginfjárstöðu og starfsemi á Íslandi, í Evrópu og Asíu. l Að lokum má nefna að Húsasmiðjan hefur nú verið seld í opnu söluferli til öflugrar danskrar verslanakeðju, Bygma. Það er ánægjulegt að sjá erlendan aðila kaupa íslenska verslunarkeðju og mun það verða starfsfólki fyrirtækisins og almenningi til hagsbóta. Með sölu á Húsasmiðjunni hefur tekist að bjarga verðmætum og atvinnu starfsfólks, auk þess að fá öflugan erlendan aðila til að fjárfesta í byggingavörumarkaðnum hér á landi með auknu vöruframboði og samkeppnishæfu verði. Vandaðir stjórnarhættirFramtakssjóðurinn á nú umtalsverðan eignarhlut í 7 fyrirtækjum þ.e. SKÝRR, Vodafone, N1, Plastprent, Promens, Icelandair Group og Icelandic Group. Alls sitja 18 einstaklingar í stjórnum fyrirtækja á vegum Framtakssjóðsins, 10 konur og 8 karlar. Þessir einstaklingar hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þeirra hlutverk er að vinna að hagsmunum viðkomandi fyrirtækja, setja skýr rekstrarmarkmið og fylgja þeim eftir. Strangar kröfur eru gerðar um stjórnarhætti í öllum félögum og markmiðið að fyrirtækin séu þar í fararbroddi í íslensku atvinnulífi. Áhersla er lögð á gegnsæi og upplýsingagjöf og eru árshlutauppgjör og ársreikningar birtir á vef Framtakssjóðsins. Á næstu þremur árum er stefnt að því að um 90% af núverandi eignum Framtakssjóðsins verði skráð á hlutabréfamarkað sem mun hafa mikla þýðingu fyrir almenning og fjárfesta. Fjármunum sem fást við sölu eigna er skilað til eigenda sjóðsins en ekki endurfjárfest í nýjum verkefnum. Höldum áframFramtakssjóður Íslands og lífeyrissjóðirnir hafa á síðustu tveimur árum tekið virkan þátt í uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Þar hefur vel tekist til og mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina að sýna áfram framtak og forystu við uppbyggingu atvinnulífsins samhliða því að byggja upp hlutabréfamarkað, aflétta gjaldeyrishöftum og koma eignarhaldi fyrirtækja út úr bankakerfinu. Jafnframt þarf að tryggja það að trúverðugleiki skapist á hlutabréfamarkaði, samþjöppun verði ekki of mikil og aldrei endurtaki sig þeir viðskiptahættir sem tíðkuðust hér á landi á árunum 2003-2008. Höldum áfram á árinu 2012. Það er enn mikið verk að vinna.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar