Staða ábyrgðarmanna – sjálfskuldarábyrgðir og lánsveð Árni Helgason og Þórir Skarphéðinsson skrifar 20. desember 2011 06:00 Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í að leysa úr skuldavanda einstaklinga og heimila að undanförnu er ljóst að enn er mörgum málum ólokið og fjöldi nýrra mála er settur í lögfræðiinnheimtu á degi hverjum. Samtímis eru gjarnan hafnar innheimtuaðgerðir gagnvart ábyrgðarmönnum á viðkomandi láni, þ.e. þeim sem ýmist veittu sjálfskuldarábyrgð eða lánsveð í eign sinni til tryggingar láninu. Greiðslumat skilyrðiUm slíkar skuldbindingar ábyrgðarmanna gilda þó ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara. Ábyrgðir felldar úr gildiEf lánveitandinn vanrækti að sinna skyldum sínum samkvæmt samkomulaginu er ábyrgðin eða lánsveðið ólögmætt. Þetta hefur margoft komið fram í dómum og ákvörðunum úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem hefur mál sem þessi til umfjöllunar. Það ber þó að hafa í huga að lífeyrissjóðir landsins voru ekki aðilar að samkomulaginu og það tók eingöngu til ábyrgða sem einstaklingar gengu í fyrir einstaklinga. Þar af leiðandi falla t.d. ábyrgðir á rekstri einkahlutafélaga utan við samkomulagið. Lögin um ábyrgðarmenn gera hins vegar ekki slíka undanþágu, þau taka almennt til ábyrgða sem einstaklingar takast á hendur og undanskilja ekki tilteknar lánastofnanir eða ákveðnar tegundir ábyrgða. Sækja verður réttinnFjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Þá er þetta ekki eitt af þeim atriðum sem dómarar kanna af sjálfsdáðum ef málum sem varða ábyrgð er stefnt inn. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að skoða stöðu sína og kanna lögmæti ábyrgða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í að leysa úr skuldavanda einstaklinga og heimila að undanförnu er ljóst að enn er mörgum málum ólokið og fjöldi nýrra mála er settur í lögfræðiinnheimtu á degi hverjum. Samtímis eru gjarnan hafnar innheimtuaðgerðir gagnvart ábyrgðarmönnum á viðkomandi láni, þ.e. þeim sem ýmist veittu sjálfskuldarábyrgð eða lánsveð í eign sinni til tryggingar láninu. Greiðslumat skilyrðiUm slíkar skuldbindingar ábyrgðarmanna gilda þó ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara. Ábyrgðir felldar úr gildiEf lánveitandinn vanrækti að sinna skyldum sínum samkvæmt samkomulaginu er ábyrgðin eða lánsveðið ólögmætt. Þetta hefur margoft komið fram í dómum og ákvörðunum úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem hefur mál sem þessi til umfjöllunar. Það ber þó að hafa í huga að lífeyrissjóðir landsins voru ekki aðilar að samkomulaginu og það tók eingöngu til ábyrgða sem einstaklingar gengu í fyrir einstaklinga. Þar af leiðandi falla t.d. ábyrgðir á rekstri einkahlutafélaga utan við samkomulagið. Lögin um ábyrgðarmenn gera hins vegar ekki slíka undanþágu, þau taka almennt til ábyrgða sem einstaklingar takast á hendur og undanskilja ekki tilteknar lánastofnanir eða ákveðnar tegundir ábyrgða. Sækja verður réttinnFjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Þá er þetta ekki eitt af þeim atriðum sem dómarar kanna af sjálfsdáðum ef málum sem varða ábyrgð er stefnt inn. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að skoða stöðu sína og kanna lögmæti ábyrgða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun