Handboltakappi hannar föt 17. desember 2011 14:00 Róbert Gunnarsson handboltakappi hefur hannað boli í nokkur ár en er nýbyrjaður að selja þá í Circus Circus á Laugavegi. Hér er hann ásamt Birtu dóttur sinni. „Ég byrjaði að fikta við að þrykkja myndir á boli fyrir svona 3-4 árum. Það er ágætt að geta kúplað sig út úr boltanum stundum,“ segir Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann hefur nú opinberað áhugamál sitt og er byrjaður að selja boli úr sinni smiðju til landsmanna. Róbert hannar undir nafninu Þessi feiti sem er heldur óvanalegt nafn á fatahönnun. „Snorri Steinn á heiðurinn að nafninu. Mér fannst þetta fyndið og er kallaður þessu nafni af ákveðnum hópi,“ segir Róbert kátur en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í rútu á leið til Flensborgar með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen. Róbert býr í Þýskalandi ásamt fjórum börnum og eiginkonu sinni, Svölu Sigurðardóttur, en hún er dugleg að aðstoða hann í hönnunarferlinu. „Ég fékk hugmyndina því ég fann engan bol sem mér líkaði í búðunum,“ segir Róbert sem byrjaði á að koma sér upp aðstöðu í kjallaranum heima hjá sér. „Þetta var frekar lengi í fæðingu og ég gerði endalaus mistök í byrjun. Nú er ég búinn að ná tækninni.“ Róbert þrykkir myndir á stutt- og langerma boli en hann leggur mikinn metnað í að bolirnir séu úr vönduðu efni. „Ég kaupi boli frá verksmiðju sem gerir allt úr lífrænni bómull enda vil ég ekki selja boli sem hnökra og teygjast strax.“ Hingað til hafa aðeins ættingjar og vinir handboltakappans fengið að njóta hönnunar hans en Róbert hefur verið að gera myndir á boli, sængurver og barnaföt. „Já, síðan ég byrjaði hefur fólkið í kringum mig bara fengið mína hönnun í gjafir og það hefur mælst vel fyrir. En ég trúi þeim ekki og fannst rétt að sýna hönnunina fólki sem ég þekki ekkert. Ef aðrir en vinir mínir og ættingjar kaupa bol af mér er það stærsta hrósið sem ég get fengið,“ segir Róbert sem viðurkennir að hann geti alveg hugsað sér að gera áhugamálið að atvinnu þegar handboltaferlinum lýkur. „Það blundar smá listaspíra í manni.“ Bolirnir frá Þessum feita eru til sölu á hárgreiðslustofunni Circus Circus á Laugavegi 94 og á Facebook-síðu merkisins. alfrun@frettabladid.i Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Ég byrjaði að fikta við að þrykkja myndir á boli fyrir svona 3-4 árum. Það er ágætt að geta kúplað sig út úr boltanum stundum,“ segir Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann hefur nú opinberað áhugamál sitt og er byrjaður að selja boli úr sinni smiðju til landsmanna. Róbert hannar undir nafninu Þessi feiti sem er heldur óvanalegt nafn á fatahönnun. „Snorri Steinn á heiðurinn að nafninu. Mér fannst þetta fyndið og er kallaður þessu nafni af ákveðnum hópi,“ segir Róbert kátur en þegar Fréttablaðið náði tali af honum var hann í rútu á leið til Flensborgar með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen. Róbert býr í Þýskalandi ásamt fjórum börnum og eiginkonu sinni, Svölu Sigurðardóttur, en hún er dugleg að aðstoða hann í hönnunarferlinu. „Ég fékk hugmyndina því ég fann engan bol sem mér líkaði í búðunum,“ segir Róbert sem byrjaði á að koma sér upp aðstöðu í kjallaranum heima hjá sér. „Þetta var frekar lengi í fæðingu og ég gerði endalaus mistök í byrjun. Nú er ég búinn að ná tækninni.“ Róbert þrykkir myndir á stutt- og langerma boli en hann leggur mikinn metnað í að bolirnir séu úr vönduðu efni. „Ég kaupi boli frá verksmiðju sem gerir allt úr lífrænni bómull enda vil ég ekki selja boli sem hnökra og teygjast strax.“ Hingað til hafa aðeins ættingjar og vinir handboltakappans fengið að njóta hönnunar hans en Róbert hefur verið að gera myndir á boli, sængurver og barnaföt. „Já, síðan ég byrjaði hefur fólkið í kringum mig bara fengið mína hönnun í gjafir og það hefur mælst vel fyrir. En ég trúi þeim ekki og fannst rétt að sýna hönnunina fólki sem ég þekki ekkert. Ef aðrir en vinir mínir og ættingjar kaupa bol af mér er það stærsta hrósið sem ég get fengið,“ segir Róbert sem viðurkennir að hann geti alveg hugsað sér að gera áhugamálið að atvinnu þegar handboltaferlinum lýkur. „Það blundar smá listaspíra í manni.“ Bolirnir frá Þessum feita eru til sölu á hárgreiðslustofunni Circus Circus á Laugavegi 94 og á Facebook-síðu merkisins. alfrun@frettabladid.i
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira