Plötusala eykst um 30 prósent 8. desember 2011 13:00 Bubbi hefur selt sálarplötu sína, Ég trúi á þig, í um 5.500 eintökum, sem er hans besti árangur í langan tíma. fréttablaðið/stefán Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana. „Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vikunni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu. Tölurnar miðast við seld eintök af þrjátíu efstu plötunum á Tónlistanum sem tekur saman mest seldu plötur landsins. „Hinn margumtalaði dauði geisladisksins ætlar að láta bíða eftir sér. Hann er oft talaður hressilega niður, blessaður,“ segir Eiður. „Auðvitað á þetta sér skýringar í titlum. Núna er það augljóslega Bubbi, GusGus, Jón Jónsson og Helgi Björnsson frá því í sumar. Í haust hafa það verið Mugison, Of Monsters and Men, Palli og Sinfó og mun fleiri titlar sem seljast mjög vel. Þetta eru fjölmargir mjög sterkir titlar.“ Sem dæmi má nefna að sálarplata Bubba, Ég trúi á þig, hefur selst í um 5.500 eintökum. Það er mesta plötusala Bubba með nýju efni í átta ár, eða síðan Þúsund kossa nótt kom út árið 2003. Helgi Björnsson hefur selt um 8.000 eintök af nýjustu hestaplötu sinni, en Mugison er langsöluhæstur með vel á annan tug þúsunda seldra eintaka af Haglélinu sínu. - fb Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana. „Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vikunni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu. Tölurnar miðast við seld eintök af þrjátíu efstu plötunum á Tónlistanum sem tekur saman mest seldu plötur landsins. „Hinn margumtalaði dauði geisladisksins ætlar að láta bíða eftir sér. Hann er oft talaður hressilega niður, blessaður,“ segir Eiður. „Auðvitað á þetta sér skýringar í titlum. Núna er það augljóslega Bubbi, GusGus, Jón Jónsson og Helgi Björnsson frá því í sumar. Í haust hafa það verið Mugison, Of Monsters and Men, Palli og Sinfó og mun fleiri titlar sem seljast mjög vel. Þetta eru fjölmargir mjög sterkir titlar.“ Sem dæmi má nefna að sálarplata Bubba, Ég trúi á þig, hefur selst í um 5.500 eintökum. Það er mesta plötusala Bubba með nýju efni í átta ár, eða síðan Þúsund kossa nótt kom út árið 2003. Helgi Björnsson hefur selt um 8.000 eintök af nýjustu hestaplötu sinni, en Mugison er langsöluhæstur með vel á annan tug þúsunda seldra eintaka af Haglélinu sínu. - fb
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira