Lífið

Plötusala eykst um 30 prósent

Bubbi hefur selt sálarplötu sína, Ég trúi á þig, í um 5.500 eintökum, sem er hans besti árangur í langan tíma. fréttablaðið/stefán
Bubbi hefur selt sálarplötu sína, Ég trúi á þig, í um 5.500 eintökum, sem er hans besti árangur í langan tíma. fréttablaðið/stefán
Hljómplötusala á Íslandi er þrjátíu prósentum meiri í ár en á sama tíma í fyrra.

Nýjustu afurðir stórlaxanna Mugisons, Helga Björns, Páls Óskars og Bubba hafa mikið þar að segja. Sem dæmi seldu bæði Mugison og Páll Óskar plötur sínar í yfir eitt þúsund eintökum í síðustu viku og rjúka þær því út eins og heitar lummur þessa dagana.

„Félag hljómplötuframleiðenda sendi frá sér fréttatilkynningu í ágúst um mjög góða sölu það sem af er ári og það er að aukast með hverri vikunni sem líður,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu.

Tölurnar miðast við seld eintök af þrjátíu efstu plötunum á Tónlistanum sem tekur saman mest seldu plötur landsins. „Hinn margumtalaði dauði geisladisksins ætlar að láta bíða eftir sér. Hann er oft talaður hressilega niður, blessaður,“ segir Eiður. „Auðvitað á þetta sér skýringar í titlum. Núna er það augljóslega Bubbi, GusGus, Jón Jónsson og Helgi Björnsson frá því í sumar. Í haust hafa það verið Mugison, Of Monsters and Men, Palli og Sinfó og mun fleiri titlar sem seljast mjög vel. Þetta eru fjölmargir mjög sterkir titlar.“

Sem dæmi má nefna að sálarplata Bubba, Ég trúi á þig, hefur selst í um 5.500 eintökum. Það er mesta plötusala Bubba með nýju efni í átta ár, eða síðan Þúsund kossa nótt kom út árið 2003. Helgi Björnsson hefur selt um 8.000 eintök af nýjustu hestaplötu sinni, en Mugison er langsöluhæstur með vel á annan tug þúsunda seldra eintaka af Haglélinu sínu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.